Færsluflokkur: Íslenskan

Tíminn líður, trúðu mér

taktu maður, vara á þér.

Heimurinn er sem hálagler

hugsaðu um hvað á eftir fer.

 

Svo sannalega rétt þessa dagana.  Hlustaði á sunnudaginn á jólatónleika evrópskra sjónvarpsstöðva  þ.e. hafði kveikt á útvarpinu allan daginn meðan ég var að bardúsa svona ýmislegt hér heima fyrir.  Reyndar sat ég og hlustaði alveg á jólatónleikana héðan frá Íslandi, það voru þær í Graduale Nobilí kór Jóns Stefánssonar sem voru okkar framlag til jólatónleikana og mér fannst takast mjög vel hjá þeim.  Einnig fannst mér samsetning tónleikanna hjá Jóni vera mjög góð.  Það er í raun frábært þegar maður fer að spá í það þetta hjá útvarpinu að láta semja eitt jólalag á ári sem er frumflutt á jóladag.  Ég hef yfirleitt hlustað eftir laginu þennan dag, fer svona eftir hvernig stendur á í eldhúsinu hvort það tekst og oft lætur nýja jólalagið einkennilega í eyrum við frumflutninginn verð að játa það.  Það er náttúrulega vegna þess að sum tónlist verður að vinna á, tekur mann ekki alltaf í fyrsta kastinu.  Það er allavega í mínu tilfelli oft með nýju tónlistina, mér finnst hún oft æðisleg eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum.  En að jólalögunum útvarpsins þá er ljóst í mínum huga að þarna eru margar yndislegar perlur.   Og spennandi að sjá hvað gerist um hver jól, hvort ný stjarna sé fædd eður ei. 


Atviksorð

Þessa dagana hefur sonurinn óskað eftir aðstöð í íslenskunni   Um daginn voru það atviksorðin sem hann var að stríða við.  Ég var í vandræðum með að muna skilgreininguna á atviksorðum, og fór að leita að bókinni Íslensk málfræði eftir Björn Guðfinnson sem við áttum einhvers staðar.  Ekki fann ég bókina þannig að ég varð að fletta upp í stóra sannleiknum  - Íslenskri orðabók Árna Björnssonar.  Þar segir: ,,atviksorð, orð af sérstökum orðflokki sem einkum segir til um hvernig, hvar eða hvenær e-ð gerist t.d. vel, saman, nú, þar."  Þetta er gott og blessað og með þessa vitneskju í farteskinu gátum við tekist á við verkefnið í íslenskunni. 

Ég man ekki alveg hvernig ég skilgreindi fyrir sjálfri mér atviksorð í gamla daga þegar ég var að læra íslensku.  Ég man allavega ekki eftir því að hafa fest þessa skilgreiningu í minninu, sem mér finnst mjög góð skilgreining á atviksorðum.  Einhvern vegin minnir mig að ég hafi átt í einhverjum vandræðum með atviksorðin og hafi ekki alveg verið með þau á ákveðnum bás ein og ég var með og sagnorðin, nafnorðin, lýsingarorðin o.s.frv.   

En eitt fattaði ég svo allt í einu í gærkvöldi - atviksorð - það eru náttúrulega orð sem lýsa því hvernig, hvar eða hvenær eitthvað atvik verður.  Íslenskan - klikkar ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband