Kál og púrra

Ég dreif í ţví í gćr ađ fara í Mörkina í Blesugróf og fjárfesta í salatplöntum, púrru og dilli.  Nú á ađ prófa sig í matjurtarćktinni ţetta sumariđ.  Ég fékk mér ţrjar jarđaberjaplöntur, dill og graslauk í fyrra.  Jarđaberjaplönturnar eru komnar á gott skriđ og líka graslaukurinn.  Dilliđ lifđi ekki af veturinn.  Í fyrrasumar settu systurnar uppi niđur alls kyns salöt og kál í öllum stćrđum og gerđum og litum i matjurtagarđinn sem er hérna viđ suđausturhorn hússins.  Um sumariđ varđ ţetta hiđ fallegasta og litríkasta kál sem var líka bragđgott.  Ég fékk nokkrum sinnum ađ grípa nokkur salatblöđ til ađ drýgja salatskammtinn hjá mér.

Ég sá ţađ semsagt í fyrra hvađ ţetta er stórsnjallt fyrirbrigđi svona kálgarđur í garđinum og hef núna fjárfest í amk. eftirfarandi plöntum:

Venjulegt blađsalat, klettasalat, sinnepssalat (spennandi, veit ekkert hvernig ţađ bragđast), fjólublátt krumpusalat nafnlaust, og eitt enn salat grćnt, nafnlaust líka.  Svo fékk ég mér líka fjórar púrur ađ gamni og síđan náttúrulega dilliđ.  Samkvćmt veđurspánni á rigningin ađ fara ađ hćtta og sólin ađ fara ađ skína núna seinni partinn.  Ţannig ađ ţá er bara ađ hćtta internetróli og drífa sig út í garđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband