Sumarsólstöđur

Í dag eru sumarsólstöđur.  Ég les ţađ á wikipediu ađ orđiđ vísar til ţess ađ sólin stendur kyrr, ţe. hćttir ađ hćkka eđa lćkka á lofti.  Ég skođa stundum á ţessa síđu hjá Veđurstofunni sem sýnir sólarganginn hvern dag og hvernig sólin skín á jörđina.  Sólin verđur hćst á lofti hér í Reykjavík kl. 13:30 í dag en ekki lítur vel út allavega á ţessari stundu hvort mađur fćr ađ sjá til hennar blessađrar á ţeirri stundu.

Ár hvert á sumarsólstöđum er haldiđ mikiđ partý viđ Stonehenge.  Ég sé á netinu ađ ţađ var metţátttaka í ár, taliđ ađ allt ađ 36 ţúsund manns hafi veriđ ţar.  Ég finn ekki upplýsingar um hvort ţar sást til sólar viđ sólarupprás í morgun.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband