Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Jörðin skelfur

hvo.jpgJörðin skelfur við Upptyppinga og ég fylgist með á heimasíðu Veðurstofunnar.  Mér finnst spennandi að fylgjast með jörðinni skjálfa, kannski er það skrítið, ætti maður ekki að vera hræddur við það að jörðin skjálfi svona?  Eitt af verkum dagsins er að kanna hvað er í gangi á jarðskjálftasíðu Veðurstofunnar og þessa dagana er svo sannalega nóg í gangi, yfir 50 jarðskjálftar á svæðinu við Upptyppinga.  Um Upptyppinga veit ég ekkert en ég hef mikinn áhuga á Kötlu síðan ég var þar á ferðinni um daginn.  Þá gengum við uppá Láguhvola sem sjást hér á myndinni.  Þar er staðsettur jarðskjálftamælir og hægt að fylgjast með hvað þar er að gerast á netinu.  Vilji maður vera viss um það að eitthvað sé í gangi hjá Kötlu er einnig hægt að fara hingað til að fylgjast betur með.  Það er spennandi að fylgjast með óróaritunum á jarðskjálftamælunum, ég kíki á mælirinnn á Láguhvolum af og til verst að ég hef ekki hugmynd um hvað litirnir þýða en ég veit þó eitt.  Blái liturinn er afgerandi á jarðskjálfamælirnum Goðabunga.

Doris Lessing og Nóbelsverðlaunin

Mér finnst Doris Lessing ágætur rithöfundur  og var nokkuð dugleg að lesa hana á árum áður.  Ég las hana alltaf á ensku, heyrði reyndar í fréttunum áðan að eitthvað hefur verið þýtt af bókum hennar á íslensku.  Hún hefur mjög sérstakan húmor hún Doris Lessing og hefur til dæmis ekki verið of hrifin af því ef henni þegar hún hefur verið skipuð í flokk hingað og þangað.  Dálítið svona ég á mig sjálf kona.  Það var mjög gaman að sjá hana í sjónvarpinu áðan að tala við fjölmiðlafólk um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2007. Dálítið fyndið að hún sé einn elsti verðlaunahafi Nóbelsverðlaunasögunnar.  Enda sagði hún að það væri að öllum líkindum ástæðan fyrir því að hún hefði hlotið hnossið í þetta sinn.  Dómnefndin hefði haft fyrir framan sig nöfn nokkurra kandídata fyrir verðlaunin og hún orðið fyrir valinu vegna þess að hún gæti hrokkið uppaf áður en næstu Nóbelsverðlaun verða veitt.  Doris virðist sæmilega spræk til heilsunnar að sjá og ljóst er að toppstykkið hjá henni er enn í góðu lagi.  Til hamingju með Nóbelinn Doris.

 

 


Auglýsingar um uppboð á fasteignum í blöðunum

Ég hef einmitt tekið eftir því að mér finnst vera meira áberandi en áður aulýsingar um uppboð á fasteignum í blöðunum.  Ég er allavega farin að taka eftir þeim sem ég gerði ekki áður -

 


mbl.is Heimili þriggja fjölskyldna á uppboð í hverri viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband