Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Vatnajökull

Ég gerði mér grein fyrir því hvað það er allt stórt og mikilfenglegt við Vatnajökul þegar Magnús Tumi skýrði út fyrir mér stærðina á síðasta gosi í Grímsvötnum sem var árið 2004.  Þá var þvermálið á goskatlinum  1 kílómeter.  Það er rosalega stór gosgígur að mínu mati og ég fattaði stærð og stöðu Vatnajökuls og þessara gosstöðva undir jöklinum þarna í stofunni á Tómasarhaganum.

Ég hef hugsað mér það að komast einhvern tímann þarna uppá þennan merkilega jökul okkar Íslendinga, Vatnajökul og skoða gripinn.  Einu sinni var pælingin að fá mér jeppa um sextugt og fara þá að keyra um hálendið og jöklana.  Anna Líndal sem hefur mikið verið á ferð um fjöll og jökla með sínum manni telur að það sé fullseint hjá mér, ég skuli fara fyrr af stað.  Við sjáum til.

En varðandi Vatnajökul og hversu merkilegur hann er þá er það gaman að því að hann hljóti alþjóðlega viðurkenningu sem skaðræðisstaður og merkilegur sem slíkur á alþjóðavísu.  Vér Íslendingar hljótum að gleðjast yfir því.  Í umfjöllun dómnefndar? á Discovery heimasíðunni um Grímsvötn segir meðal annara um jökulhlaupin -  you don´t want  to be araound for að jökulhlaup.  En eftir stóra gosið í Gjálp 1996 biðu menn og biðu eftir jökulhlaupinu sem átti að koma í kjölfarið.  Eitthvað var fréttamönnum farið að leiðast biðin og sumar farnir að efast um að það yrði nokkuð jökulhlaup en Magnús Tumi hélt kúlinu og sagði í einu viðtali sem ég sá í sjónvarpinu mínu - vatnið kemur - það verður jökulhlaup.


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorjafndægur

og lóan bara mætt til Hornafjarðar.  Það er ágætis sautjándijúní veður úti og maður verður skemmtilega bjartsýnn á að vorið sé að koma.  Það er gallinn á mars þetta með að það geta komið svona góðir dagar og maður verður glaður innanumsig og heldur að veturinn sé eitthvað að láta undan.  Veturinn er náttúrulega að láta undan en það geta komið kaldir og leiðinlegir dagar enn þá og páskahret og hvað veit ég.  En það er ágætt að njóta þessarar marssælu þegar hún gefst og muna bara að fara ekki í vont skap þegar hvessir og kólnar á nýjan leik.

 Ég horfði á Jon Stewart í the Daily show á norska sjónvarpinu í gær.  Þetta var þátturinn þar sem hann fékk Cramer fjármálasnillinginn og ráðgjafann úr Mad Money í heimsókn.  Linkur á samtalið er hérna.  Mér fannst sannast að segja óþægilegt að sjá Cramer engjast eins og maðkur á öngli í þættinum þegar hann var að reyna að finna einhver svör við beittum spurningum og athugasemdurm Jons.  Lokaorðin í þættinum voru reyndar með þeim betri en þá segir Jon Stewart við áhorfendur - Trúið mér, það var jafn óþæginlegt að taka þetta viðtal við Cramer eins og það var að horfa á viðtalið.   Mæli með því að menn skoði þessi samskipti þeirra. 


Frænka og frændi

Kraginn virðist vera staðurinn þar sem hlutirnir eru að gerast.  Frænka mín Katrín Júlíusdóttir gefur kost á sér í annað sæti Samfylkingarinnar.  Frændi minn Andrés Magnússon geðlæknir til aðgreiningar frá öðrum Andrésum Magnússonum þessa lands hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram á lista Vinstri grænna í kraganum.  Ég fann ekki út í hvaða sæti frændi minn er að bjóða sig í, kannski bara í fyrsta sætið?

Ég fór í smá leit á internetinu hér í morgun til að kanna stöðu þessa nýjasta frambjóðanda í mínum ættboga á netinu.  Það verður að játast að frændi hefur ekki haslað sér neinn völl þar.  Hann er ekki að blogga, er ekki búinn að koma sér upp heimasíðu og er ekki á fésbókinni.  Andrés minn ég held að þú verðir að hysja upp um þig brækurnar og setja sjálfan þig út á netið.  Ég tel það næsta víst að það nægi ekki til að ná brautargengi í forvali að sjást í sjónvarpinu eða vera á fundum.     


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband