Vatnajökull

Ég gerði mér grein fyrir því hvað það er allt stórt og mikilfenglegt við Vatnajökul þegar Magnús Tumi skýrði út fyrir mér stærðina á síðasta gosi í Grímsvötnum sem var árið 2004.  Þá var þvermálið á goskatlinum  1 kílómeter.  Það er rosalega stór gosgígur að mínu mati og ég fattaði stærð og stöðu Vatnajökuls og þessara gosstöðva undir jöklinum þarna í stofunni á Tómasarhaganum.

Ég hef hugsað mér það að komast einhvern tímann þarna uppá þennan merkilega jökul okkar Íslendinga, Vatnajökul og skoða gripinn.  Einu sinni var pælingin að fá mér jeppa um sextugt og fara þá að keyra um hálendið og jöklana.  Anna Líndal sem hefur mikið verið á ferð um fjöll og jökla með sínum manni telur að það sé fullseint hjá mér, ég skuli fara fyrr af stað.  Við sjáum til.

En varðandi Vatnajökul og hversu merkilegur hann er þá er það gaman að því að hann hljóti alþjóðlega viðurkenningu sem skaðræðisstaður og merkilegur sem slíkur á alþjóðavísu.  Vér Íslendingar hljótum að gleðjast yfir því.  Í umfjöllun dómnefndar? á Discovery heimasíðunni um Grímsvötn segir meðal annara um jökulhlaupin -  you don´t want  to be araound for að jökulhlaup.  En eftir stóra gosið í Gjálp 1996 biðu menn og biðu eftir jökulhlaupinu sem átti að koma í kjölfarið.  Eitthvað var fréttamönnum farið að leiðast biðin og sumar farnir að efast um að það yrði nokkuð jökulhlaup en Magnús Tumi hélt kúlinu og sagði í einu viðtali sem ég sá í sjónvarpinu mínu - vatnið kemur - það verður jökulhlaup.


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband