Frægir fótboltamenn

Dóttir mín vinnur á veitingastað.  Á föstudagskvöldið var hún að vinna og það kvöld voru sex hollenskir karlmenn við hennar borð.  Þetta voru kurteisustu menn og allt gékk bara ágætlega.  Við annað borð sátu Íslendingar og þegar líða tók á kvöldið þá segir einn þeirra við dóttur mína - veistu ekki hver þetta er þarna við borðið?  Þetta er hann Kallipalli - dóttir mín man ekki einu sinni nafnið  - hann er aflveg oboðslega frægur og flinkur fótboltamaður.  Þú ættir að fá hjá honum eiginhandaráritun.

Dóttir mín hugsað sig um smá stund, svona hvort hún ætti að gera það.  Biðja um eiginhandaráritun.  En hún fattaði strax að það yrði bara hallærislegt.  Í fyrsta lagi þá vissi hún ekkert hver þeirra sexmenninganna þessi frægi Kallipalli var.  í öðru lagi veit hún lítið um fótbolta og hafði enga vitneskju um flinkheit mannsins.  Í þriðja lagi vissi hún ekkert hvað hún ætti að gera við slíka eiginhandaráritun.  Svo hún ákvað bara að láta það vera og láta Hollendingana í friði.  Þetta sýnir svona í hnotskurn hve mikið við fylgjum með fótboltanum hérna á heimilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Halló ... hvað með að redda gamalli vinkonu áritun! Nú dámar mér frú Guðrún! Já og Elínborg þarf greinilega að koma í nám til mín, frægir fótboltamenn 101!!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.6.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Það væri náttúrulega ekki í kot vísað að senda hana á smá skyndikúrs í fótboltafræðum til þín - hún kæmi margs vísari frá þér um boltann svo mikið er víst....

Guðrún S Hilmisdóttir, 7.6.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband