Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ber ber ber - skagfirsk aðalbláber

Ég fékk aðalbláber úr Laxárdalnum í Skagafirði í gær.  Pabbi og mamma týndu þau í sólskini um daginn.  Samkvæmt Svönu frænku þá eru ber sem týnd eru í sólskini sætari og betri en ber týnd í rigningu eða skýjuðu veðri.  Svana frænka veit sínu viti varðandi mat og hún er fjölfróð um allt sem viðkemur berjum.  Bestu berin í heimi samkvæmt hennar bókum eru úr Þingeyjarsýslum.  Berin frá pabba og mömmu týnd í sólskini í Laxárdal í Skagafirði eru með því besta sem ég hef fengið.  Við borðuðum berin eins og sælgæti beint með engum sykri né rjóma.  Þetta var örugglega einn lítri sem þau komu með og hann var kláraður snarasta í gær.  Og þar sem eru svo mikil andoxunarefni í berjunum sem eru svo góð fyrir frumurnar í manni, sbr. sér færslu mína áður, þá finn ég núna í morgunsárið hvað mér líður vel í skrokknum.  Ég hef ekki rætt sérstaklega við stofnfrumuna mína eins og konan sem kom fram í sjónvarpinu í vetur, hef ekki reynt það reyndar, en ég núna finn ég bara hvað frumurnar mínar allar saman eru sprækar af þessu yndislega aðalbláberjaáti mínu í gær.

 Besta sælgæti í heiminum - íslensk aðalbláber týnd í sólskini.

  


Að hafa vit fyrir fólki

Þetta finnst mér áhugaverð lesning.  Það er þetta með að hvetja fólk til hins og þessa.  Þegar upp er staðið er síðan svarið alltaf, það var enginn sem neyddi þig til að gera hitt og þetta, þú gerðir það sjálfur. 

Bankar rukka börn um FIT-kostnað

Mér finnst þessi frétt og aðrar varðandi FIT kostnað sem bankar rukka athyglisverð.  Lög um tékka sem vitnað í sambandi við þennan FIT kostnað er í eru frá árinu 1933.  Það í sjálfu sér er athyglisvert að við alla þá breytingu á viðskiptaháttum sem orðið hefur frá árinu 1933 að þá standist þessi lög svona vel tímans tönn.    Auðvitað á fólk ekki að taka meira út af reikningum sínum en það hefur leyfi til.  En ætti það nokkuð að vera hægt?  Í þá gömlu daga þegar ávísanir voru notaðar þá var sjálfsagt hægt að hringja í bankana og athuga hvort innistæða væri fyrir þeirri ávísun sem menn höfðu í höndunum í hvert skipti.  En bankarnir hafa alltaf haft ákveðinn opnunartíma þannig að sú þjónusta hefur ekki verið allan sólahringinn.  Núna eru komin greiðslukort og ég var svo bláeygð að halda að þá væri ekki hægt að greiða með þeim ef eingin innistæða væri fyrir greiðslunni.  Og sú þjónusta væri opin allan sólahringinn.  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband