Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Skógræktin í Skíðadal

Hæ takk fyrir að kíkja hingað, ég er núna á gudrunshil.blogspot.com , ef þú ert að fylgjast með mér vinsamlega breyttu tenglinum.

 

Við hjónin byrjuðum árið 1990 að gróðursetja tré í hól í landi Syðra-Hvarfs í Skiðadal.  Hólinn hefur það fallega nafn Akurhóll og það markar fyrir akri í hólnum frá gamalli tíð en ekki er núna vitað hvað var ræktað á þessum akri sem við höfum haldið hreinum þe. við höfum ekki gróðusett tré í hann.

Nú höfum við til umráða tæpa 4 hektara til gróðursetningar á þessum stað.  Landið er í halla og þar er að finna allt frá algjörlega gróðurlausum melum í mýri, þýfi, holt og hæðir og allt þar á milli.  Við höfum haft það markmið að setja niður trjáplöntur úr svona sirka fimm pökkum árlega.  Trén eru af öllum stærðum og gerðum allt eftir því hvar við erum að planta í hvert sinn.  En lerkið er mjög duglegt á öllum melunum okkar og notum við það óspart.  

Það er gaman að fylgjast með vexti trjánna okkar.  Ég er búin að uppgötva það að fyrstu fimm árin eða svo gerist ekki mikið en þá fara þau að vaxa.  Þannig er ég núna að finna plöntur sem ég taldi að hefðu drepist eða að útplöntun hefði mistekist.  Hér er mynd tekin af lerki sem vex á vondum stað hjá okkur í melnum mjög áveðurs.  


Laxamýri á Dalvík

Ég sá þetta hús ásýndar á Fiskideginum mikla á Dalvík um daginn, reyndar á Fiskisúpudeginum mikla því við fjölskyldan fórum á fiskisúpudaginn til tilbreytingar en ekki á Fiskidaginn.  Ég varð hrifin af litavali hússins en fannst um kvöldið að það væri grátt en komst að því á rigningadegi um síðustu helgi þegar við vorum í berjaferð að Laxamýri er ekki grá heldur græn.  Gunnar minn veit ekki alveg af hverju þetta hús á Dalvík heitir Laxamýri, etv. einhver tenging yfir í Þingeyjarsýslu??

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband