Færsluflokkur: Í umræðunni
Sveppavíma og matarverð
14.7.2007 | 09:45
Við tókum eftir því hjónin í gær að fréttir á stöð tvö í gærkvöldi hófust á þessari frétt um ungan mann sem stökk út um glugga á hótelherbergi í Amsterdamm í sveppavímu. Seinna í þessum sama fréttatíma var síðan frétt um að við Íslendingar værum mestir og bestir í matarverði í Evrópu. Í raun er sérkennilegt að ekki skuli vera látið meira með þessa frétt, yfirleitt erum vér Íslendingar mjög ánægð ef við erum mest og best í einhverju miðað við höfðatölu og allt það. Þess vegna finnst mér að þessi frétt um Evrópumet okkar Íslendinga ekki fá þann sess sem hún ætti að fá.
Í umræðunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)