Gloria in Excelsis Deo

Mikið rosalega væri ég til í að syngja í kór sem væri þannig að hver sem er gæti farið inní kórinn hvenær sem er og síðan út úr honum aftur.  Tónlistarmenn væru líka velkomnir í kórinn/hópinn sem spilarar.  Þetta væri svona frjálsræðiskór og hljómsveit - Frjálsræðissveit.

Í Frjálsræðissveitinni gæti hver og einn komið með óskir um lag sem sveitin gæti æft en aðalkraftur Frjálsræðissveitarinnar færi í sjálfsflutning/æfingar því það væri ekki aðalatriðið að troða upp heldur að komast í þannig hóp að maður gæti tekið þátt í því að syngja og/eða spila músík sem þarf fleiri en fimm til að koma vel út.

Fyrsta óskalagið mitt í Frjálsræðiskórnum væri kórinn Gloría, Gloría eftir Vivaldi og þó að ég sé þessi rosalega glæsilegi fyrsti sópran þá finnst mér altinn í þessum kór svo flottur að ég myndi vilja fá að syngja hann.  Það er að segja altinn í þessum tiltekna kór.  Ætla að reyna að setja þessa Gloríu Vivaldis inní músík, veit ekki hvort það tekst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband