Bankar rukka börn um FIT-kostnað

Mér finnst þessi frétt og aðrar varðandi FIT kostnað sem bankar rukka athyglisverð.  Lög um tékka sem vitnað í sambandi við þennan FIT kostnað er í eru frá árinu 1933.  Það í sjálfu sér er athyglisvert að við alla þá breytingu á viðskiptaháttum sem orðið hefur frá árinu 1933 að þá standist þessi lög svona vel tímans tönn.    Auðvitað á fólk ekki að taka meira út af reikningum sínum en það hefur leyfi til.  En ætti það nokkuð að vera hægt?  Í þá gömlu daga þegar ávísanir voru notaðar þá var sjálfsagt hægt að hringja í bankana og athuga hvort innistæða væri fyrir þeirri ávísun sem menn höfðu í höndunum í hvert skipti.  En bankarnir hafa alltaf haft ákveðinn opnunartíma þannig að sú þjónusta hefur ekki verið allan sólahringinn.  Núna eru komin greiðslukort og ég var svo bláeygð að halda að þá væri ekki hægt að greiða með þeim ef eingin innistæða væri fyrir greiðslunni.  Og sú þjónusta væri opin allan sólahringinn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband