Einkarekinn leikskóli
16.9.2007 | 08:48
Áriđ 1991 var stelpan mín á ţriđja ári, ég var ađ vinna í Menntamálaráđuneytinu, Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráđherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og Davíđ Oddsson var borgarstjóri Reykjavíkur. Viđ foreldrarnir sóttum um leikskólapláss fyrir dóttur okkar og fengum ţađ svar frá Reykjavíkurborg ađ viđ gćtum fengiđ vistun frá kl. 8 - 12 á leikskóla sem var í öđrum borgarhluta en viđ bjuggum í. Ţar sem ţetta tilbođ Reykjavíkurborgar hentađ okkur ekki var prinsessan sett í leikskóla Ananda Marga sem heitir Sćlukot. Ţar dvaldi hún í góđu yfirlćti ţar til hún varđ fimm ára en ţá gat hún fengiđ leikskólavist hálfan dag á leikskólanum Leikgarđi sem var í nágrenni okkar.
Viđ nokkrir foreldrar í stjórnarráđinu tókum okkur til og settum fram tillögur um einkarekinn leikskóla fyrir starfsmenn stjórnarráđsins en einhverjir slíkir voru ţá í rekstri t.d. hjá lćknafélaginu og einnig hjá starsmönnum rannsóknastofnana ríkisins uppí Keldnaholti. Á ţessum tíma ráku líka spítalarnir leikskóla fyrir sína starfsmenn.
Tillögum okkar og hugmyndum var fagmannlega vísađ út af borđinu af starfsmönnum fjármálaráđuneytisins. Ţeir einkareknu leikskólar sem á ţessum tíma voru til eru ţađ ekki lengur. Nema Sćlukot.
Flokkur: Í umrćđunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:47 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.