Det er danskt, det er dejligt

Þetta sögðu danirnir þegar ég var þarna úti í Kóngsins Kaupmannahöfn á hinni öldinni.  Det er danskt det er dejligt,  flagga með Dannebrog og að mála Dannebrog framan í sig fyrir landsleiki í fótboltanum er sérdanskt í mínum huga.  Mér fannst sloganið det er danskt det er dejligt vera notað til að fá danina til að kaupa danskar vörur, styðja danskan iðnað og danskar hugmyndir og idealógíu svona yfirleitt.  Nú les ég það á blogginu hennar Rósu frá Kaupmannahöfn að þar sé sveifla í pólítíkinni út af jafnréttismálunum.  Mér finnst það mjög áhugavert, ekki síst út af orðræðunni hér heima á Íslandi um jafnréttismál og hve inngróið það virðist vera í þeirri orðræðu gömlu góðu skotgrafirnar um útlit, ófullnægingu, og kynhneigð þeirra sem á annað borð fara út á jafnréttisumræðu vígvöllinn.  Því finnst mér þetta vera merkilegt mál frá Danaveldi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband