Tíminn líður, trúðu mér
21.12.2007 | 11:59
taktu maður, vara á þér.
Heimurinn er sem hálagler
hugsaðu um hvað á eftir fer.
Svo sannalega rétt þessa dagana. Hlustaði á sunnudaginn á jólatónleika evrópskra sjónvarpsstöðva þ.e. hafði kveikt á útvarpinu allan daginn meðan ég var að bardúsa svona ýmislegt hér heima fyrir. Reyndar sat ég og hlustaði alveg á jólatónleikana héðan frá Íslandi, það voru þær í Graduale Nobilí kór Jóns Stefánssonar sem voru okkar framlag til jólatónleikana og mér fannst takast mjög vel hjá þeim. Einnig fannst mér samsetning tónleikanna hjá Jóni vera mjög góð. Það er í raun frábært þegar maður fer að spá í það þetta hjá útvarpinu að láta semja eitt jólalag á ári sem er frumflutt á jóladag. Ég hef yfirleitt hlustað eftir laginu þennan dag, fer svona eftir hvernig stendur á í eldhúsinu hvort það tekst og oft lætur nýja jólalagið einkennilega í eyrum við frumflutninginn verð að játa það. Það er náttúrulega vegna þess að sum tónlist verður að vinna á, tekur mann ekki alltaf í fyrsta kastinu. Það er allavega í mínu tilfelli oft með nýju tónlistina, mér finnst hún oft æðisleg eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum. En að jólalögunum útvarpsins þá er ljóst í mínum huga að þarna eru margar yndislegar perlur. Og spennandi að sjá hvað gerist um hver jól, hvort ný stjarna sé fædd eður ei.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ég og mínir, Íslenskan | Breytt 30.12.2007 kl. 11:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.