Tíminn líđur, trúđu mér
21.12.2007 | 11:59
taktu mađur, vara á ţér.
Heimurinn er sem hálagler
hugsađu um hvađ á eftir fer.
Svo sannalega rétt ţessa dagana. Hlustađi á sunnudaginn á jólatónleika evrópskra sjónvarpsstöđva ţ.e. hafđi kveikt á útvarpinu allan daginn međan ég var ađ bardúsa svona ýmislegt hér heima fyrir. Reyndar sat ég og hlustađi alveg á jólatónleikana héđan frá Íslandi, ţađ voru ţćr í Graduale Nobilí kór Jóns Stefánssonar sem voru okkar framlag til jólatónleikana og mér fannst takast mjög vel hjá ţeim. Einnig fannst mér samsetning tónleikanna hjá Jóni vera mjög góđ. Ţađ er í raun frábćrt ţegar mađur fer ađ spá í ţađ ţetta hjá útvarpinu ađ láta semja eitt jólalag á ári sem er frumflutt á jóladag. Ég hef yfirleitt hlustađ eftir laginu ţennan dag, fer svona eftir hvernig stendur á í eldhúsinu hvort ţađ tekst og oft lćtur nýja jólalagiđ einkennilega í eyrum viđ frumflutninginn verđ ađ játa ţađ. Ţađ er náttúrulega vegna ţess ađ sum tónlist verđur ađ vinna á, tekur mann ekki alltaf í fyrsta kastinu. Ţađ er allavega í mínu tilfelli oft međ nýju tónlistina, mér finnst hún oft ćđisleg eftir ađ hafa hlustađ nokkrum sinnum. En ađ jólalögunum útvarpsins ţá er ljóst í mínum huga ađ ţarna eru margar yndislegar perlur. Og spennandi ađ sjá hvađ gerist um hver jól, hvort ný stjarna sé fćdd eđur ei.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ég og mínir, Íslenskan | Breytt 30.12.2007 kl. 11:31 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.