Gítarhetjan

Við gáfum syninum þennan tölvuleik í jólagjöf.  Reyndar fór ég frekar flatt á þessum kaupum, þ.e. ég keypti bara leikinn fyrir jólin og áttaði mig ekkert á því að það þurfti líka að kaupa ,,gítar" til þess að geta spilað þennan leik.  Ég hélt náttúrulega að gítarhetjan væri einhverskonar hetja sem leysti þrautir í tölvuheiminum og notaði gítarinn bara inní leiknum sem einhvers konar vopn í báráttu við illu öflin í leiknum.  En það var algjör miskilningur hjá mér.  Sonurinn var glaður að fá leikinn á aðfangadagskvöldið en sagði að hann gæti ekki farið í hann því það vantaði tæki sem ætti að fylgja með.  Jæja á fimmtudag fóru þeir síðan fegðarnir og rétt náðu síðasta gítarnum fyrir leikinn sem til var.  Og leikurinn gengur semsagt út á það að þú ert að spila hin ýmsustu lög á gítarinn.  Engin slagsmál, ill öfl og/eða falið vopn í gítarnum.  Barasta skemmtilegt spillerí.  Í fjölskylduboðinu í gær var biðröð að fá að spila.  Meira að setja atvinnugítarspilari fjölskyldunnar fékk að taka í gripinn og hafði gaman af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þessi leikur seldist upp skömmu fyrir jól og þeir rétt náðu að leysa út heilan gám af  dýrðinni í viðbót áður en síðasta söluhelgi fyrir hátíðarnar rann upp.  Það er alltaf ánægjulegt þegar svona leikur kemur fram á sjónarsviðið. Þar sem ungir sem aldnir sameinast og hafa gaman af.

Mér þykir sonur þinn afar þolinmóður og rólegur yfir að hafa ekki fengið græjuna með og þurfa að bíða fram á næsta virka dag

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband