Bókin

Við fórum um daginn í bókabúð að skila bók og hafði ég aðallega áhuga á því að fá mér fulgabók í staðinn fyrir ,,auka" jólabókina sem hafði áskotnaðst fjölskyldunni um jólin.  Þar sem við erum að skoða úrvalið á staðnum þá er sonurinn allt í einu dottinn í bók við eitt borðið og er í vandræðum með að hlægja ekki upphátt.  Móðurinni leist svona og svona á þessa tilteknu jólabókalesningu og við skunduðum heim með fræðibækur sem voru móðurinni að skapi.

Bókin í bókabúðinni vakti aftur á móti svo mikinn áhuga hjá drengnum að hann óskaði sérstaklega eftir því seinna að við keyptum handa honum þessa tilteknu bók.  Í Smáralind í gær þá spurðumst við fyrir um hana í Pennanum og komumst að því að hún var uppseld í Pennanum í Smáralind, þrjár voru eftir niðrí Austurstræti og sjö í Pennanum í Hallamúla.  Þarna virðist því vera mikið raritet í uppsiglingu.  En okkur tókst að lokum að kaupa síðasta eintakið í Office 1. 

Seint í gærkvöldi var ég vakin upp af værum blundi við hlátur yngri kynslóðarinnar hér á bænum.  Það var bersýnilegt að hinn ískaldi húmor Hugleiks Dagsonar höfðaði til þeirra.  Bókin virðist svo sannalega vera þeim að skapi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband