Góupáskar

Ég las í Mogganum í morgun að í ár eru sjaldgæfir góupáskar.  Ég á afmæli 22. mars og ef afmælið mitt er á sunnudegi þá er það yfirleitt Pálmasunnudagur.  Hins vegar man ég ekki eftir því að hafa átt afmæli á páskum en núna á ég semsagt afmæli á laugardegi fyrir páska.  Og það er ekkert skrítið að ég muni ekki eftir því það samkvæmt Mogganum var það árið 1940 sem síðustu góupáskar voru en þá var ég ekki fædd.  

Það er gaman að norræna tímatalinu en ég á þó í vandræðum með að muna nöfnin á mánuðunum. Ágætt að reyna að rifja þetta upp svona í morgunsárið.  Ég man helst eftir nöfnunum þorra, góu, einmánuður, harpa og skerpla.  Heyjannir er mjög lýsandi nafn á mánuði en ekki get ég sagt að mánaðarnöfnin mörsugur og gormánuður séu sértaklega falleg.  Mér finnst ýlir vera skrítið nafn.  Fleiri man ég ekki en sé á wikipedíu að það eru nöfn eins og haustmánuður og tvímánuður.  Þá er bara eftir eitt lýsandi nafn á mánuði.  Sólmánuður.  Það er flott nafn á mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband