Hlauptu Gúa, hlauptu

Já, já ég er alltof auðtrúa.  Ég set mig alltaf í stellingar hvert ár þegar fyrsti apríl rennur upp og ætla sko ekki að hlaupa apríl.  Þykist mjög góð þegar ég fatta eitthvert fyrsta apríl gabb hjá vinnufélögunum nú eða í fjölmiðlum.  En á hverju ári tekst samt alltaf eitthvað að koma mér á óvart og ég læt gabbast.  Ég hljóp apríl í vinnunni, var sagt að mæta á ákveðinn stað klukkan 10 og ég dreif mig á staðinn og komst ég að því að um aprílgabb var að ræða.  Sá svo í dag á mbl.is að hægt væri að fara að horfa á bíómyndir á mbl.is, og það væri hægt að horfa ókeypis í dag.  Frábært, hugsaði ég og tilkynnti bóndanum þetta kostaboð hjá mbl.is og að ég væri að hugsa um að horfa á einhverja góða mynd í kvöld.  Helduru ekki að þetta sé aprílgabb - sagði minn rólegi Austfirðingur.  Nú er ég búin að leita og leita inná mbl.is og finn hvergi þessar ókeypis bíómyndir - búin að hlaupa apríl í annað sinn og verð að játa mig gersigraða af aprílgöbbum þetta árið.  Og hann er svo sem ekki búinn enn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband