Maísólin
15.5.2008 | 07:27
gefur mér orku, það er ekki spurning. Settist út á svalir með kaffibolla í síðdegismaísól í gær og áður en ég vissi af var ég komin út í garð vopnuð skóflu og farin að berjast við tvær runnarætur sem lágu út í hlaðna haunvegginn en það að laga hann er eitt af garðverkum sumarsins. Þar sem ég var að bjástra við ræturnar þá birtust systurnar á loftinu, önnur á hjóli en hin á bíl og þær voru svo áhugasamar með að hjálpa við rótarbaráttunna að áður en varði var björninn unninn og ræturnar lágu í valnum.
Þarf að verða mér út um þökur í dag einhversstaðar í borginni, veit ekki hvar hægt er að nálgast slíkt það þarf töluvert að endurnýja grasið og laga til meðfram beðum. Ef verður aftur svona frábær maísól seinni partinn í dag þá er aldrei að vita hverju verður áorkað í henni blessaðri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.