Næturljóð úr Fjörðum
31.5.2008 | 07:40
eftir Böðvar Guðmundsson hefur sótt á mig þessa dagana. Um daginn var ég á ferð um hádegisbil og þá var Næturljóðið síðasta lag fyrir fréttir í frábærum flutningi söngkonunnar Kristínar Ólafsdóttur. Maður er alveg hættur að heyra í henni en mikið rosalega er hún góð söngkona. Svo einn morguninn um daginn kom Næturljóðið aftur í útvarpið snemmmorguns en þá var það hún Kristjana Arngrímsdóttir, frá Dalvík sem söng en mér finnst Kristjana líka frábær sönkona. Ég er hrifin af góðum öltum og þessar tvær eru það svo sannalega. Verst að ég hef ekkert tóndæmi til að setja hér inn en lagið er líka eftir Böðvar Guðmundsson. Þetta er svona undurfallegt týpiskt íslenskt tregalag og ljóð.
Næturljóð úr Fjörðum
Yfir í Fjörðum allt er hljótt
Eyddur hver bær hver þekja fallin
Kroppar þar gras í grænni tótt
gimbill um ljósa sumarnótt
Háreistum fjöllum yfirskyggð
ein er þar huldufólksbyggð
Bátur í vör með brostna rá
bíður þar sinna endaloka
lagði hann forðum landi frá
leiðina til þín um vötnin blá
Aldrei mun honum ástin mín
áleiðis róið til þín
Fetar þar létt um fífusund
folaldið sem í vor var alið
aldrei ber það um óttustund
ástina mína á vinafund
Grær yfir leiði grær um stein
gröfin er týnd og kirkjan brotin
Grasrótin mjúka græn og hrein
grær yfir huldufólksins bein
grær yfir allt sem áður var
ástin mín hvílir nú þar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.