Skjálftar

hengill

Mér finnst ótrúlegt að fylgjast með skjálftavirkninni á Suðurlandi á heimasíðu Veðurstofunnar.   Það hrisstist allt og skelfur ennþá þarna og jarðskjálftarnir raða sér eftir þessari sprungu sem búið er núna að fræða mann um að skjálftinn varð á.  Á heimasíðunni getur maður líka fylgst með stærð skjálftanna og það eru ennþá að koma skjálftar öðru hvoru á svæðinu sem eru yfir 3 stig á Richter.  

 Það er vissulega spennandi pælingar í gangi varðandi það að geta sagt fyrir um jarðskjálfta og varað við þeim.  Núna kom fyrst skjálftinn í Ingólfsfjalli uppá 3,2 stig og þá strax byrjaði skjálftahrina á svæðinu og svo kom stóri skjálftinn klukkutíma seinna.  

Eins og Ragnar Skjálfti lýsti þessu þá voru menn á skjálftavaktinni að spá í spilin og að komast að þeirri niðurstöðu að eitthvað stærra gæti gerst þegar stóri skjálftinn kom.  Ég tel næsta víst að með aukinni þekkingu, þéttara neti skjálftamæla og aukinni tæknivæðingu við að lesa úr óróamælingum og skjálftamælingum þá eykst möguleikinn á því að hægt verður með betri vissu að vara við möguleiga stærri skjálftum. 

Það er vissulega ákveðin hætta fólgin í því að gefa út viðvaranir um að yfirvofandi sé einhver vá sem ekki reynist síðan rétt.  Menn eru hræddir við úlfur, úlfur syndrómið og að ef slíkt gerist að menn hætti þá að taka mark á slíkum viðvörunum.  Hins vegar held ég að ef menn geta skýrt út af hverju verið er að gefa út viðvaranir, að þá skilji fólk það betur og láti þá ekki viðvaranir sem vind um eyrun þjóta þótt að þeir atburðir sem varað er við gerist ekki.   Ég hef fulla trú á okkar góða  vísindafólki í jarðeðlisfræðinni og því að þau muni finni hinn gullna meðalveg viðvörunarmálunum.   Það er líka spurning hvort ekki þarf að setja upp einhverskonar viðvörunarkerfi þannig að hægt væri að vara við með því að gefa út gult eða rautt hættustig eða einhvað þvílíkt ef eitthvað er í gangi í stað þess að þurfa að láta þeyta almannavarnaflauturnar.  Ef þær eru þá ennþá til --


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband