Rok

Ég ætlaði að vera dugleg um helgina og setja niður kartöflur í Skammadal og klára að setja niður sumarblómin í garðinn.  En rokið og leiðindin í veðrinu í gær gerðu þær áætlanir að engu, ég nenni ekki að berjast við náttúruöflin í garðverkum.  Aumingja sumarblómin mín sem ég var búin að setja út í garð í góða veðrinu seinni partinn á laugardaginn þau fengu svo sannalega að finna fyrir reykvíska sumrinu. 

Frétti af tengdamömmu í gær, fyrir norðan var glampandi sól og hiti, þar var kominn á Læk einhver trjáklippari mikill og var í ham að klippa niður brekkuvíðirinn og viðjuna sem tengdapabbi heitinn vildi ekki láta snerta við á sínum tíma.  Ég er einnig með reit við Læk sem klipparinn og tengdamamma höfðu áhuga á að klippa líka niður og fannst mér það í góðu lagi.  Nema í reitnum er ein ösp fengin frá Ingu frænku á Mið-Grund.  Ég margítrekaði við tengdamömmu að ekki mætti klippa niður öspina en hún er dálítið mikið inní viðjuhnappnum hjá mér, ekki alveg nógu góð staðsetning hjá mér þar, verður að játast.  Ég hef nokkar áhyggjur af öspinni minni við Læk og að trjáklipparinn hafi tekið hana með í klipperíinu.  Sjáum hvað setur, það er erfitt að vera með svona fjarstýringar norður í land.  Gunnar telur næsta víst að klipparinn mikli hljóti að þekkja mun á ösp og viðju. Einhvern veginn er ég ekki alveg sannfærð. 

Aspirnar frá Ingu frænku eru alveg rosalega fallegar, beinvaxnar og sérstaklega gott kvæmi sem ég veit ekkert hvaðan er.  Það er ein stór aðalösp á Mið-Grund sem Inga frænka hefur ræktað margar aspir af og ég fékk síðan eina grein af henni fyrir um 18 árum síðan.  Ég hef síðan ræktað af þeirri grein margar aspir sem eru komnar hjá mér út um allt í landi Syðra-Hvarfs og í Akurhólnum hjá mér.  Þessar aspir eru allar mjög fallegar og beinvaxta eins og fallega öspin á Mið-Grund.  En mér þykir bersýnilega mikið til þessara tilteknu inní miðju viðjuhnappi koma og hefði helst vilja vera á svæðinu þegar verið var að klippa í nálægð við hana.  Það verður bara að játast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband