og tónleikar
9.6.2008 | 09:06
Ég ætla að skella mér á tónleikana með James Blunt á fimmtudagskvöldið. Líst bara bærilega á kappann og tók þessa ákvörðun í gærdag fór inná Midi.is og skellti mér á miða. Ég bauð Gunnari að koma með en hann hafði ekki áhuga þótt ég væri svo almennileg að bjóða honum. Er þó að hugsa um að láta Gunnar skutla mér á staðinn og ná í mig aftur. Ég og Elínborg Hulda fórum saman á ágætis tónleika með Sugababes hér um árið og við vorum fastar í bílaröð eftir tónleikana í amk. klukkutíma sem mér fannst og finnst algjör tímaeyðsla. Finn einhverja góða lausn til að komast hjá því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.