Þriðja ísbjarnavísan

Heimsóknarvinur síðunnar sendi henni þriðju ísbjarnavísuna núna áðan.  Vísan er svona:

Fróðleiksgjörn er fréttalind

fatast vörnin snúin.

Þriðji björninn, það var kind

og þá er törnin búin.

En ég trúi Haddý sem fyrr, hvort sem þessi umdreymdi þriðji hvítabjörn finnst eða ekki. 

Gunnar heyrði það í dag að í gamla daga hefðu menn haft þá trú að þeir sem hétu Björn yrðu síður fyrir barðinu á björnum.  Hef haldið hingað til að nafnið Björn ætti frekar að vera með einhverjum hætti svona bjarnarlíking, þ.e. að viðkomandi væri sterkur og/eða stór og þar með voldugur eins og björn.  En hin kenningin og trú að nafnið veiti einhvers konar friðhelgun frá björnum er ekkert verri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband