Náttúra
29.6.2008 | 08:58
Ég fór með stákunum mínum tveimur á Náttúru tónleikana í gærkvöldi. Við vorum staðsett dálítið ofarlega í brekkunni þegar þetta lag var spilað sem er komið á youtube en ég klappaði og klappaði. Sonurinn benti móður sinn á það nokkrum sinnum að hún væri sú eina af fólkinu sem var nálægt okkur sem var í stuði í þessu lagi og væri að klappa í takt eins og reyndar sérstaklega var beðið um. Held að það hafi verið smá misskilningur hjá honum það voru svona tveir aðrir í nálægð við okkur sem voru að klappa eins og ég.
Við færðum okkur síðan nær sviðinu og vorum komin á nokkuð góðan stað þegar Björk steig á sviðið. Hún söng og söng þrátt fyrir að röddin væri ekki í lagi hjá henni, mér fannst hún ótrúlega kúl, hún bara lét vaða og var ekkert að spara sig þrátt fyrir að röddin svaraði ekki alltaf. Hún er rosa flott hún Björk og einnig fannst mér tónlistarmennirnir sem voru með henni góðir. En það fór að kólna eftir því sem á leið og Jóhann Hilmir var ekki alveg með sömu fílingu fyrir Náttúrutónleikunum og móðir hans þannig að við fórum aðeins áður en tónleikarnir voru búnir. En það kom ekki að sök ég hélt síðan áfram að hlusta á tónleikanna hér heima í tölvunni. Magnað fyrirbæri þetta internet. Mér fannst Sigur Rós líka vera mjög góðir þarna í gær og þá ekki síst þetta lag sem er hér með. Og svo Björk að maður tali ekki um lokalagið hjá henni Declare indipendence og nýja ákallið: Náttúra, hærra, hærra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.