Af morðum
2.7.2008 | 07:31
Í gær bárust fréttir af því að 31 árs dönsk kona hafði verið drepin í Pakistan fyrir tveimur vikum síðan. Mágur hennar hafði skotið hana til bana því hún hafði óhlýðnast honum. Konan var tveggja barna móðir en maður hennar var í Danmörku en hún í Pakistan. Ég las í íslensku fréttamiðlunum í gær að morð konunnar var nefnt heiðursmorð. Ég sé núna í morgunsárið að í Morgunblaðinu er morðið nefnt sæmdarmorð. Ég get ekki að því gert að mér finnst þetta ekki rétt orðnotkun þar sem ég get ekki tengd þennan verknað nokkrum heiðri né sæmd. Mér finnst réttara að segja frá þessu morði með þeim hætti að konan hafi verið myrt af mági sínum. Ástæða þess að hann myrti konuna var sú að hún var honum ekki nógu hlýðin að hans mati. Enginn heiður né nokkur sæmd sem viðkemur þessu morði.
Flokkur: Í umræðunni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.