Enron, klárustu strákarnir í herberginu
13.7.2008 | 09:05
Í gærkvöldi horfði ég á endann á myndinni: Enron the smartest guys in the room á einni af norrænu stöðvunum. Það er í raun ótrúlegt að sjá hvernig þetta fólk hagaði sér. Fólkið sem stjórnaði og vann hjá Enron. Þarna kemur fram t.d. að stjórnendur fyrirtækisins voru sjálfir farnir að selja hlutabréf sem þeir áttu í Enron meðan þeir hvöttu starfsmenn til að setja allan sinn sparnað í hlutabréfin. Síðan þegar hlutabréfnin hrundu á markaði þá var lokað fyrir sölu hlutabréfa sem voru í eign lífeyrissjóða starfsmanna Enron en stjórnendurnir seldu og seldu sín hlutabréf.
Einnig er áhugavert að spá í þetta samkeppnissjónamið á vinnustað. Í Enron var fyrirtækjamótallinn með þeim hætti að þú varst alltaf í samkeppni. Samkeppni og keppni var góð og best af öllu var að sigra. Sigur var góður sama með hvaða hætti hann náðist. Ef þú stóðst ekki söluvæntingar varstu rekinn. Sífellt var verið að reka fólk og ráða nýtt - allir að keppa endalaust. Þú varst hvattur til að ná árangri alveg sama hvaða meðulum þú notaðir. Að plata fólk upp úr skónum - gott hjá þér - að beyja reglurnar aðeins - fínt hjá þér. Einn eilífar fótboltaleikur í gangi þar sem engar reglur giltu aðrar en að selja, selja og græða, græða - nó question asked.
En það var eitthvað rotið í Enron. Ýmsar fjárfestingar og veel og deel gengu ekki upp og til þess að fiffa dæmið gátu þeir með hjálp banka og virðulegra endurskoðunarfyrirtækja stofnað margvísleg fyrirtæki út og suður. Þessi skúffufyrirtæki voru síðan í sífellu í þykistu bisness við Enron þannig að bókhaldslega fluttu þeir allt tap sem varð hjá Enron yfir í þessi plat fyrirtæki sín. Enron sýndi hagnað og hagnað og bankarnir og endurskoðendurnir kvittuðu uppá bókhaldið og pappírana. Allt rosalega löglegt og klárt og kvitt. Above board. En svo komu sprungur í veggina og svikamyllan hrundi. En eins og einn viðmælandinn segir í myndinni - It happened with Enron and it can happen again -
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.