Postulínsbrúðkaupskvæði
17.7.2008 | 07:23
Heimsóknarvinur bloggsíðunnar sendi síðunni postulínsbrúðkaupskvæði í tilefni af afmæli okkar hjóna í gær. Postulínsbrúðkaupskvæðið er ort í orðastað Gunnars og við lagið ,,Sofðu unga ástin mín".
Tuttugu árin ástin mín
eru sko fljót að líða.
Í Skiðadal fögur sólarsýn
sveipaði okkar brúðarlín,
enda var heldur engu þá að kvíða.
Við munum líka seinna sjá
silfur og gullið fríða.
Brúðkaupsdögunum okkar á
aldeilis kát við verðum þá,
því máttu treysta, nú er bara að bíða.
Athugasemdir
Til lukku
Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 07:53
Takk fyrir - kem kveðjunni til bóndans -
Guðrún S Hilmisdóttir, 17.7.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.