Árgangsmótskvæði

Ég var beðin með litlum fyrirvara að halda tölu á árgangsmóti sem haldið var í Borgarnesi á laugardaginn var.  Ég hafði samband við heimsóknarvin bloggsíðunnar og fékk hann til að semja fyrir mig kvæði.  Ég er bæði gleymin og ómannglögg og fékk far uppí Borgarnes með Nínu Leós sem var með mér í bekk en hún er bæði minnug og mannglögg. 

Kvæði í tilefni árgangsmóts

Í mygluðu hugskoti mínu,

ég man enga einustu línu.

Og þá sem ég þekki,

ég þekki víst ekki.

Svo nú má ég treysta á Nínu.


Allt var þá yndælt og gaman,

ógnarsæt gæinn og daman.

Það var sól það var gleði,

geysimargt skeði,

hér áður við ung vorum saman.


Þá var nú þolinmóð þjóðin,

þá brann í hjartanu glóðin,

þá var yndislegt allt

á ýmsu þó valt.

Þeir áttu þá enn Sparisjóðinn.


Nú eru allt aðrir tímar,

internet mail og farsímar.

Fyrst græddu menn helling,

svo kom gengisfelling,

það er gamanlaust - en þetta rímar.


Á æskugrundunum grænum,

við glöddumst í sólheitum blænum

við gengum - og enn,

þessar meyjar og menn,

eru flottasta fólkið í bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband