Myrki riddarinn
22.8.2008 | 07:36
Við fórum á kvikmyndina um myrka riddarann í gær. Mér fannst hún nokkuð góð. Það sem mér fannst draga myndina niður var:
Of mikið ofbeldi
Röddinn í batmann
Lengd myndarinnar
Andlitið á two face. Þótt þetta sé mikil fantasía þá var dálítið of mikið að hafa andlitið á honum svona illa farið öðru meginn. Hvernig er hægt að anda með nefinu ef það er bara hálft???
Það sem mér fannst gott við myndina var helst:
Umgerðin öll mjög flott, settið, brellur og notkun tónlistar
Gott handrit, nokkuð góðar pælingar hist og her t.d. hjá joker
Leikur í myndinni yfirleitt góður
Einkunn 8.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.