Rifsber í hádeginu
28.8.2008 | 18:27
Hagaskóli er byrjađur og samkvćmt nýrri stundaskrá ţá fćr sonurinn ađeins 30 mín. hádegishlé en í fyrra var hádegishlé í 50 mínútur. Ţađ gerđi ţađ ađ verkum ađ hann fór mjög oft heim til sín í hádeginu í stađ ţess ađ borđa uppí skóla. Ţví var spurning í mínum huga hvort ţađ borgađi sig fyrir hann ađ vera í mötuneytinu ţví hann kom svo oft heim í hádeginu. En í gćrmorgun áđur en hann fór í skólann tilkynnti hann mér ađ ţetta vćri of stuttur tími til ađ standa í ţví ađ drífa sig heim ţannig ađ hann vildi vera í mötuneytinu í vetur. Hann fór međ nesti í skólann ţví ég var ekki viss um ađ ná ţví ađ borga fyrir hann ţannig fyrir ţennan sama dag.
Í gćr ţegar ég kom heim spurđi ég gagnfrćđaskólapiltinn hvernig ţetta hefđi fariđ hjá honum í hádeginu. Ţá fékk ég ţessa frásögn:
Jú mamma, ég fór fram og ćtlađi ađ borđa nestiđ sem ég hafđi međ mér en ég gleymdi skólatöskunni međ nestinu inní stofu og stofan var lćst. Ţá ćtlađi ég ađ fara heim og fá mér eitthvađ ađ borđa heima en ţá fattađi ég ađ lykilinn var í skólatöskunni. Svo ég fór bara hingađ heim og fékk mér rifsber ađ borđa.
Ţannig fór ţađ hann lifđi bara af landsins gćđum, svo sem nóg af rifsberjum ennţá hér í garđinum ţó ég sé búin ađ gera rifsberjahlaup úr 2,5 kílóum af berjum. Ég held ađ Jóhann Hilmir sé dálítiđ líkur afa sínum Sigurjóni heitnum. Eitthvađ náttúrubarn á ferđ ţarna. En hann var algjörlega löglegur í mötuneyti Hagaskólans í dag.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.