Bara gera meira næst
15.9.2008 | 19:19
Hér var afmælisveisla í gær. Sonurinn verður fjórtán ára á morgun, sextánda september og við héldum uppá þann áfanga í gær. Þetta var ekki stórt partý, aðeins nánasta fjölskylda mín sem var boðin til veislu.
Afmælisbarnið fékk að ráða veisluföngum og hann pantaði eina Pavlovu sem er hans uppáháldsterta. Svo gerði ég eina nýja uppskrift, berjatertu en pabbi og mamma eru í bænum og höfðu með sér yndislega góð fersk aðalbláber úr Skagafirði. Til að balansera þessi sætindi bauð ég síðan uppá heita brauðréttinn minn sem er mitt klassíska meistarastykki og vekur alltaf lukku. Ég gerði bara einn skammt í þetta sinn af því mér fannst ekki það margir í veislunni. Brauðrétturinn kláraðist fyrst af öllu og Kristel Eir, 11 ára frænka mín kvaddi mig í veislulok með þessum orðum:,, Gúa, brauðrétturinn þinn er alveg rosalega góður. Mundu bara að gera meira af honum næst."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.