Haustlitir
25.9.2008 | 17:23
Það voru fallegir litir í kringum Suðurgötuna við kirkjugarðinn í morgun. Við vorum að keyra frá hringtorginu Suðurgötuna að Skothúsveg og ég rétt náði að virða fyrir mér trén í kirkjugarðinum og götumyndina. Það er komin fallegar litasetteringar í trén og það var verulega fallegt að horfa norðureftir Suðurgötunni í morgun.
Mér finnst oft Reykjavík vera falleg á morgnanna þegar ég er að keyra leiðina yfir Skothúsveginn og yfir að Fríkirkjuvegi. Tjörnin, trén og húsin allt getur verið bara nokkuð falleg oft á morgnanna en ég held að mér finnist það oftast á haustin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.