Styttur bæjarins
28.9.2008 | 09:38
Ég hef verið að spá í þetta með styttur bæjarins og karla og konur og alla þá umræðu. Ég tók eftir því þegar við vorum í London fyrir tæpu ári síðan að þar voru mjög margar styttur hér og hvar. Margar þeirra voru af einhverjum löngu dauðum herforingjum sem ég amk. hef ekki hugmynd um hverjir voru. Mér fannst þessir herforingjastyttur dálítið fyndnar einhverra hluta vegna. Þarna voru þessir herforingjar sem engir í dag vita hvorki haus né sporð á, sitjandi á hestum í fullum herklæðum, starandi með einhverri hernaðarlegri ákefð út í loftið. Er þetta ekki bara einhver aldaspegill sem er að speglast í þessum herforingjastyttum þarna út í London? Einhver áminning um það sem var? Núna sitja herforingjarnir í byrgjum undir Pentagon og stara með hernaðarlegri ákefð á tölvuskjái ef maður á að trúa kvikmyndum.
Mín skoðun er sú að það eigi að setja fullt af styttum út um allt í Reykjavík og líka út um allt land ef menn eru þannig stemmdir. En mér finnst líka að það vanti fleiri styttur af fullklæddum nafngreindum konum. Ég held að það væri bara réttast til að ná fullri sanngirni og jafnrétti að skella út tveim og tveim styttum í einu, einni af karli og annari af konu. Styttu af Tómasi og aðra af Ástu.
Í framhjáhaldi við ég líka nefna að mér finnst að það ættu að vera miklu fleiri gosbrunnar og vatnshanar með drykkjarvatni út um allt. Ég veit að það getur verið eitthvað vesen með vatnið út af öllu þessu frosti og þýðu dæmi í veðrinu en á þessu tæknivæddu tímum hlýtur að vera hægt að bjarga því. Mér þykir alltaf frekar leiðinlegt að vatnshaninn hérna niðurá göngustígnum við Ægisíðuna er alltaf bilaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.