Víðari sýn

Ég skrapp í nokkra daga til Noregs.  Þar sá ég í sjónvarpinu eitt kvöldið viðtal við norska forsætisráðherrann Jens Stoltenberg.  Þar voru efnahagsmálin í Noregi til umræðu og spyrillinn spurði á einum tímapunkti.  Er einhver hætta á því að norskt efnahagslíf lendi í sömu krísu og íslenskt efnahagslíf stendur núna frammi fyrir?  Svarið hjá Jens Stoltenberg var á þá lund að engin hætta væri á því að sú staða kæmi upp.  Norsk efnahagslíf væri öflugt, stæði á sterkum fótum og hefði traustar undirstöður.

Ég efast ekki um að Jens Stoltenberg telur örugglega að hann sé ekki að fara með neinar fleipur um stöðu efnahagslífsins í Noregi.  Það getur líka vel verið að þetta sé allt satt og rétt hjá honum.  Hins vegar voru svörin hjá honum alveg nákvæmlega þau sömu og allir bankastjórarnir fyrrverandi og bankastjóraformennirnir fyrrverandi báru fram fyrir okkur þjóðina hér fyrir einum og hálfum mánuði eða svo.  Og ég man ekki betur en að fleiri en bankamennirnir svo sem eins og einn og einn ráðamaður  hafi einnig viðhaft þessi sömu orð um öflugt efnahagslíf, traustar undirstöður, öfluga banka, miklar eignir og ég veit ekki hvað og hvað.

Ekki var nú mikið að marka þessar yfirlýsingar allar saman sem menn báru á borð fyrir okkur fram í rauðan dauðann.  Hér eftir trúi ég ekki einu einasta orði frá mönnum í sjónvarpinu sem fer að tala um traustar undirstöður og öflugt efnahagslíf.  Alveg sama hver sá maður er og hvaðan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Guðjónsdóttir

Sammála,  bestu kv. IRG

Ingibjörg R Guðjónsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband