Lán og lán

Eitthvað virðist lánið vera valt hjá okkur Íslendingum þessa dagana.  Allavega liggur IMF lánið ekki á lausu fyrir okkur svo mikið er víst.  Ég er mjög hugsi yfir öllum þessum lánum sem mér er sagt að ég verði að taka.  Af hverju þarf ég að taka öllu þessi lán?  Mér finnst það engan veginn skýrt, það er bara hamrað og hamrað á því að við verðum að fá lán og þurfum að fá lán.  Upphæðirnar eru mjög óljósar, þar finnst mér vera skákað í því skjólinu að gengi íslensku krónunnar sé óljóst.  Það er talað um lán í dollurum og evrum og ég veit ekki hvað og hvað.  Hundruðir milljarða hér og hundruðir milljarðar þar.  Um þessi lán er fjallað eins og það sé engin spurning að við þurfum þessi lán.  Enn spyr ég - til hvers erum við að taka þessi lán? Hverjar eru upphæðirnar í íslenskum krónum, hvaða vaxtakjör eru lánin á, til hve langan tíma og hverjar verða árlegar afborgarnir lánanna í íslenskum krónum?  Eru þessar upplýsingar allar eitt allsherjar hernaðarleyndarmál?  

Þar sem ég sem Íslendingur er að taka þessi lán þá er það lágmarkskrafa að útskýrt sé fyrir mér með skiljanlegum hætti af hverju ég sé að taka lánin og hvernig ég skuli greiða þau til baka.  Ef á að halda áfram með óljósar yfirlýsingar um þörf á lántöku minni án þess að ég fái á nokkurn hátt botn í það af hverju þá vil ég ekkert taka þessi lán.  Og ef einhver ætlar að taka lán núna út fyrir hina íslensku þjóð og þar með mína kennitölu án þess að ég fái á nokkurn hátt ráðið við það, né skilið af hverju, né fengið upplýsingar um það á neinn hátt finnst mér það mjög vafasöm aðgerð svo ekki sé meira sagt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Guðjónsdóttir

Innilega sammála vinkona, Ciao IRG

Ingibjörg R Guðjónsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Hæ IRG - velkomin á Moggabloggið - gott að finna að ég er ekki alein á þessari skoðun.

Guðrún S Hilmisdóttir, 7.11.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband