Vetrarsólstöður

Í dag eru vetrarstólstöður.  Eftir vetrarsólstöður fer sól að hækka aftur á himninum hér á norðurhveli jarðar.  Mér finnst þetta vera merkilegur dagur og finnst alltaf gott að vita til þess að nú fari sól hækkandi á lofti.  Ég gúglaði vetrarsólstöður og komst þá að því á þessu bloggi á árið 2009 eru 400 ár síðan Gallileo Gallílei notaði sjónauka til að skoða himnahvelfinguna og til þess að marka þessi tímamót er árið 2009 alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.  Ég hef áhuga á himingeimnum og hef einu sinni farið í stjörnusjónaukann sem er í Háskóla Íslands og skoðað stjörnurnar með honum.  Það var alveg magnað, sérstaklega að skoða fjarlægjar stjörnuþokur.  Ég væri alveg til í að gera svoleiðis aftur.

Í dag á Rás 1 verður útvarpað frá  jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva og er Sinfóníuhljómsveit Íslands klukkan eitt í dag og ætlar að spila tónlist eftir Bach og Handel.  Ég fór og hlustaði á hljómsveitina spila Síbelíus á einum af boðstónleikum hennar þegar Japanarnir vildu ekki fá þau í heimsókn eftir að við Íslendingar urðu alræmdir og úthrópuð sem pakk og fjárglæframenn erlendis.  Kannski skiljanlegt að engir vilji fá slíkt vandræðafólk í heimsókn til sín hvað þá að láta fólk vera að borga inná tónleika til að hlusta á slíkt lið vera að flytja tónlist en ég mæli með Sinfóníuhljómsveit Íslands það er góð hljómsveit og frábært tónlistarfólk og ég mæli einnig með útvarpi Rásar 1 í dag.  Þar verður flutt góð tónlist hver sem alþjóðlegur orðstír þjóðanna er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gleðileg jól mín kæra!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.12.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband