Obama-mama
23.1.2009 | 11:05
Ég var með kveikt á sjónvarpinu um daginn og horfði á innsetningarathöfn forseta bandaríkjanna. Ég hef aldrei áður spáð í þessa athöfn, þessa innsetningu eða the presidetial inaguration eins og það heitir á bandarísku. Þetta er mikil athöfn og var um margt áhugavert að fylgjast með henni þótt ég hafi ekkert verið alveg límd við skjáinn. Maður get semsagt fylgst með göngu fyrirfólksins í litlum hópum eftir göngum þinghússins í Washington út á svið eða svalir þar sem athöfnin fer síðan fram. Áður en fólkið stígur fram er mikill lúðrablástur og svo þessi sérstaka amríska kynning þar sem karlmannsþulur kynnir djúpri röddu - herra mínir og frúr - hinn háæverðugi þessi þessi þessi, ásamt hinum háævirðuga þessa þessa þessa og svo framvegis. Mesta furða hvað þulinum tóks að koma þessum háævirðulegu nöfnum og titlum frá sér án þess að frussa mikið eða hiksta. Það getur svo sem verið að þetta sér nauðsynlegt þar sem einhverjar milljónir voru saman komnir á þessum þjóðarvelliv- National mall þar sem hátíðin fór fram.
Flestir voru nokkuð alvörugefnir og hátíðlegir á svip þar sem þeir gengu út um aðaldyrnar nema fyrrverandi forsetafrú bandaríkjana, Laura Bush, sem brosti og sagði - hi how are you all doing - eða sæl, hvernig hafið þið það, og ég ákvað að hún væri bara fegin að eiga þarna bara eftir fimm mínútur í þeirri stöðu að vera gift forseta bandaríkjanna. Bush fyrrverandi forseti var einstaklega einmannalegur og dapur á svip þar sem hann gékk fram þinghúsganginn, það spillti kannski dálítið heildarsvipnum á þessari útgöngu hans úr embætti að varaforsetinn Cheyni var í hjólastól eftir að hafa meitt sig í baki við að baksa við pappakassa við flutninga. Einhvern veginn þá hljómaði sú afsökun á hjólastjólaveru Cheyni ekki trúverður í mínum eyrum. Sé það ekki fyrir mér að sá maður sé eitthvað að takast á við pappakassa eða nokkurn skapað hlut sem reynir á líkamann. En þetta er útúrdúr.
Tilvonandi forseti, the president elect, Barack Obama var pínu stressaður að sjá þar sem gékk til athafnarinnar, ég er ekkert hissa, þetta er mikið mál að verða forseti bandaríkjanna. Ég vona bara að honum takist vel til og ekki síst að honum takist þau stefnumál sem hann setur á oddinn. Að sumu leyti byrjar hann ágætlega með því að stoppa af strax fangelsið í Qvantanamó. Síðan verðum maður að bíða og sjá hvort eitthvað þokast hjá honum.
Ég horfði fyrir nokkru á einn af mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum the Daily show með John Stewart þar sem núverandi forsetafrú bandaríkjanna, Michelle Obama var gestur í þættinum. Mér fannst hún mjög skelegg, t.d. sagði Michelle að hún væri töluvert krítísk á manninn sinn, þe. hún léti hann vita af því ef henni finnst eitthvað ekki ganga upp hjá honum. Hann yrði að sannfæra þessa Obama - mama eins og hún sagði til þess að geta sannfært aðra. Ég vona að vera þeirra hjóna í Hvíta húsinu verði árangursrík og að Obama-mama verði ekki jafn fegin að losna úr þeirri prísund síðar meir eins og ég tel að fyrrverandi forsetafrúin hafi verið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.