Frænka og frændi
1.3.2009 | 11:47
Kraginn virðist vera staðurinn þar sem hlutirnir eru að gerast. Frænka mín Katrín Júlíusdóttir gefur kost á sér í annað sæti Samfylkingarinnar. Frændi minn Andrés Magnússon geðlæknir til aðgreiningar frá öðrum Andrésum Magnússonum þessa lands hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram á lista Vinstri grænna í kraganum. Ég fann ekki út í hvaða sæti frændi minn er að bjóða sig í, kannski bara í fyrsta sætið?
Ég fór í smá leit á internetinu hér í morgun til að kanna stöðu þessa nýjasta frambjóðanda í mínum ættboga á netinu. Það verður að játast að frændi hefur ekki haslað sér neinn völl þar. Hann er ekki að blogga, er ekki búinn að koma sér upp heimasíðu og er ekki á fésbókinni. Andrés minn ég held að þú verðir að hysja upp um þig brækurnar og setja sjálfan þig út á netið. Ég tel það næsta víst að það nægi ekki til að ná brautargengi í forvali að sjást í sjónvarpinu eða vera á fundum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kata Júl býður sig fram í 2. sæti Samfylkingar í Suðvestur, nauðsynlegt að það komi fram!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.3.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.