Hjólað í vinnuna
7.5.2009 | 07:17
nei ekki ég - ég fæ að hafa fjölskyldubílinn. Fyrir nokkrum árum síðan þá var ég að spá í það hvort við ættum að fá okkur annan bíl fjölskyldan en bóndinn sló þær pælingar út af borðinu og hefur staðið sig vel í því að hjóla í vinnuna. Það er aðeins ef er mikill snjór og hálka sem hann fær far með frúnni í vinnunna. Á mínum námsárum í Danmörku hjólaði ég út um allt þótt ég hafi ekki nema einu sinni hjólað alla leið upp í Lyngby þar sem Danski Tækniháskólinn er.
Í gær var ég á leið heim úr vinnunni á Sæbrautinni á mínum fjölskyldubíl og þá var fríður flokkur hjólreiðamanna á ferð á göngustígnum við Sæbrautina. Ég held að þar hafi verið á ferð fólk að hjóla heim úr vinnunni en ég spurði þau nú svo sem ekki. En þarna á Sæbrautinni í gær í voreftirmiddagssólinni fékk ég svona flash back til minna Kaupmannahafnarára við að sjá þennan hjólreiðamannaflokk. Því í Kaupmannahöfn er eiginlega aldrei bara einn hjólreiðamaður á ferð. Þar eru hjólreiðamenn yfirleitt alltaf í hópum. Það er hið besta mál ef slíkir hjólreiðahópar eru að fæðast hér í borg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.