Osanna in excelsis
16.5.2009 | 08:48
Jæja þá er tónleikadagurinn runninn upp bjartur og fagur. Tónleikarnir verða í Lanholtskirkju og hefjast klukkan þrjú. Mikið meistarastykki hér á ferð, H moll messa Bachs bæði flottir kórkaflarnir og svo eru aríurnar margar hverjar undur fagrar. Kammersveit Jón Leifs Kammerata spilar á tónleikunum og þar er valinn maður í hverju rúmi að mínu mati amk. Það hafa orðið breytingar á sóloistunum okkar, komin nýr sópran í málið sem söng með miklum glæsibrag á æfingunni í gær. Hálsbólga og veikindi eru að hrjá söngfólkið sem er ekki gott en það er þó bót í máli að það er hægt að ná í fólk með stuttum fyrirvara til að bjarga málum. Þetta er mikil tónlistarmessa sem verður flutt í Langholtskirkju í dag og ég hvet alla að drífa sig á tónleikana.
Kór:
Osanna in excelsis.Dýrð sé Guði í upphæðum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.