Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Að giska á
30.11.2007 | 09:17
Í umræðunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nefnilega það
19.11.2007 | 20:17
Ætlaði að blogga lært blogg um fundarsköp en rakst á þetta próf á blogginu hennar Nönnu og varð að prófa að setja það hér inn. Veit ekki hvort það tekst -
Þú fellur fyrir frinsum (froskur + prins).
Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að frinsum. Frinsinn líkist í flestu froskinum. Hann sýnir sjaldan rómantíska tilhneigð og getur átt það til að vera ansi óhugulsamurr. Láttu þér ekki bregða þótt frinsinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði ?ég vildi að frinsinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd? stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.
Þeir sem hyggja á samband við frins þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Frinsar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að frinsinn skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frinsinum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja frinsinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.
Eini munurinn á frinsinum og froskinum er sá að einstaka sinnum bólar á prinslegum eiginleikum í fari frinsins er hann kemur þér á óvart með framtakssemi eða rómantísku uppátæki.
Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?
Fyndið | Breytt 30.12.2007 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni dagsins í gær -
17.11.2007 | 08:39
Gunnarshólmi Skein yfir landi sól á sumarvegi, |
Menntun og skóli | Breytt 30.12.2007 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atviksorð
15.11.2007 | 07:10
Þessa dagana hefur sonurinn óskað eftir aðstöð í íslenskunni Um daginn voru það atviksorðin sem hann var að stríða við. Ég var í vandræðum með að muna skilgreininguna á atviksorðum, og fór að leita að bókinni Íslensk málfræði eftir Björn Guðfinnson sem við áttum einhvers staðar. Ekki fann ég bókina þannig að ég varð að fletta upp í stóra sannleiknum - Íslenskri orðabók Árna Björnssonar. Þar segir: ,,atviksorð, orð af sérstökum orðflokki sem einkum segir til um hvernig, hvar eða hvenær e-ð gerist t.d. vel, saman, nú, þar." Þetta er gott og blessað og með þessa vitneskju í farteskinu gátum við tekist á við verkefnið í íslenskunni.
Ég man ekki alveg hvernig ég skilgreindi fyrir sjálfri mér atviksorð í gamla daga þegar ég var að læra íslensku. Ég man allavega ekki eftir því að hafa fest þessa skilgreiningu í minninu, sem mér finnst mjög góð skilgreining á atviksorðum. Einhvern vegin minnir mig að ég hafi átt í einhverjum vandræðum með atviksorðin og hafi ekki alveg verið með þau á ákveðnum bás ein og ég var með og sagnorðin, nafnorðin, lýsingarorðin o.s.frv.
En eitt fattaði ég svo allt í einu í gærkvöldi - atviksorð - það eru náttúrulega orð sem lýsa því hvernig, hvar eða hvenær eitthvað atvik verður. Íslenskan - klikkar ekki.
Íslenskan | Breytt 30.12.2007 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mosi og steinar
10.11.2007 | 08:39
Ég var fjórtán ára þegar ég fór í fyrsta sinn til útlanda. Þá fór ég til Bandaríkjanna í vist til Jóu frænku. Ég lenti um kvöld á Kennedy flugvelli og það fyrsta sem ég tók eftir var hvað mér fannst skrítið að það var myrkur en samt hlýtt og líka síðan lyktin af loftinu. Hún var vond og skítin.
Sonur minn 13 ára fór í fyrsta sinn til útlanda núna um daginn þegar við fórum til London. Nú hefur hann séð heilmikið í sjónvarpinu og á internetið hvernig útlönd eru þannig að ég var að spá í það hvort útlönd kæmu honum eitthvað á óvart og þá á hvern hátt. Ég er búin að spyrja hann að því. Og hvað kom syni mínum á óvart í útlandinu Englandi? Jú þar var hvað trén voru stór og mörg og að hann sá hvergi mosa eða steina.
Þegar ég ítrekaði spurninguna um hvað hefði komið honum mest á óvart með útlöndin þá svaraði hann því til að það sem kom honum mest á óvart var hvað útlöndin voru mikið öðruvísi en Ísland.
Það gæti verið seinna meir að sonur minn átti sig á því að það eru ekki útlöndin sem eru öðruvísi en Ísland. Það er Ísland sem er örðuvísi en útlöndin.
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)