Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Slóðir internetsins
30.6.2007 | 09:34
Er komin með annan bloggvin, Salvöru, því ég tók áskorun Daggar um að biðja Salvöru um að vera bloggvin minn. Og Salvör samþykkti það - takk fyrir það Salvör.
Salvör kenndi mér á slóðir internetsins og er mesta hugsjónamanneskja um internetið sem ég hef hitt hingað til.
Ég er ennþá í einhverju basli með tæknina við að blogga er í því að leiðrétta hitt og þetta og læra á að setja inn tengla og guð má vita hvað. Kannski verður þetta einhverntímann barn í brók hjá mér.
Ég setti líka upp blogg á blogspot.com, veit ekki af hverju en ætla að sjá til. Slóðin á það blogg er: http://gudrunshil.blogspot.com/ .
Ein enn bloggandi frænkan bættist við tenglasafnið mitt, það er hún Védís sem er í heimsreisu um Mosambík, Suður-Afríku, Frakkland og Spán. Védís ferðast um með geitum sínum, sem eru dætur hennar tvær. Ég hef aldrei skilið þessa nafngift Védísar á dætrunum en furðulegt nokk þá venst maður því ágætlega.
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tempó og tempó
27.6.2007 | 16:12
Komin með einn bloggvin, við Dögg Páls vorum saman í Menntó á hinni öldinni. Takk Dögg fyrir að samþykkja mig sem bloggvin. Er búin að leita og leita að Glóríunni á Google á þeim hraða sem mér líkar. Það hefur gengið heldur illa. Annað hvort er tempóið of hægt eða og hratt. En þetta youtubevídeó er næst þeim hraða sem mér finnst flottur á Glóríunni hans Vivaldi:
http://youtube.com/watch?v=ZAKdQAheiT4
Tónlist | Breytt 30.6.2007 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gloria in Excelsis Deo
24.6.2007 | 08:28
Mikið rosalega væri ég til í að syngja í kór sem væri þannig að hver sem er gæti farið inní kórinn hvenær sem er og síðan út úr honum aftur. Tónlistarmenn væru líka velkomnir í kórinn/hópinn sem spilarar. Þetta væri svona frjálsræðiskór og hljómsveit - Frjálsræðissveit.
Í Frjálsræðissveitinni gæti hver og einn komið með óskir um lag sem sveitin gæti æft en aðalkraftur Frjálsræðissveitarinnar færi í sjálfsflutning/æfingar því það væri ekki aðalatriðið að troða upp heldur að komast í þannig hóp að maður gæti tekið þátt í því að syngja og/eða spila músík sem þarf fleiri en fimm til að koma vel út.
Fyrsta óskalagið mitt í Frjálsræðiskórnum væri kórinn Gloría, Gloría eftir Vivaldi og þó að ég sé þessi rosalega glæsilegi fyrsti sópran þá finnst mér altinn í þessum kór svo flottur að ég myndi vilja fá að syngja hann. Það er að segja altinn í þessum tiltekna kór. Ætla að reyna að setja þessa Gloríu Vivaldis inní músík, veit ekki hvort það tekst.
Tónlist | Breytt 25.6.2007 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að blogga
22.6.2007 | 15:26
Salvör Gissurar kom mér á bragðið með að blogga. Ég sé að hún er með 1004 bloggvini. Ég kann ekki við að biðja hana um að vera bloggvinur minn en ég hef núna í augnablikinu tekið þá ákvörðun að biðja bara þá á Moggablogginu sem ég hef hitt persónulega um að vera bloggvinur. Er þetta mikið atriði við að blogga? Hvað ætli sé aðalatriði? Veit ekki - kemur í ljós.
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Prufa á bloggi
22.6.2007 | 14:23
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)