Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Ber ber ber - skagfirsk aðalbláber
25.8.2007 | 08:37
Ég fékk aðalbláber úr Laxárdalnum í Skagafirði í gær. Pabbi og mamma týndu þau í sólskini um daginn. Samkvæmt Svönu frænku þá eru ber sem týnd eru í sólskini sætari og betri en ber týnd í rigningu eða skýjuðu veðri. Svana frænka veit sínu viti varðandi mat og hún er fjölfróð um allt sem viðkemur berjum. Bestu berin í heimi samkvæmt hennar bókum eru úr Þingeyjarsýslum. Berin frá pabba og mömmu týnd í sólskini í Laxárdal í Skagafirði eru með því besta sem ég hef fengið. Við borðuðum berin eins og sælgæti beint með engum sykri né rjóma. Þetta var örugglega einn lítri sem þau komu með og hann var kláraður snarasta í gær. Og þar sem eru svo mikil andoxunarefni í berjunum sem eru svo góð fyrir frumurnar í manni, sbr. sér færslu mína áður, þá finn ég núna í morgunsárið hvað mér líður vel í skrokknum. Ég hef ekki rætt sérstaklega við stofnfrumuna mína eins og konan sem kom fram í sjónvarpinu í vetur, hef ekki reynt það reyndar, en ég núna finn ég bara hvað frumurnar mínar allar saman eru sprækar af þessu yndislega aðalbláberjaáti mínu í gær.
Besta sælgæti í heiminum - íslensk aðalbláber týnd í sólskini.
Ég og mínir | Breytt 30.12.2007 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hafa vit fyrir fólki
17.8.2007 | 08:57
Í umræðunni | Breytt 30.12.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bankar rukka börn um FIT-kostnað
8.8.2007 | 08:37
Stjórnmál | Breytt 30.12.2007 kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)