Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Að spara
21.10.2008 | 07:24
Miðað við hvernig farið hefur nú fyrir sparnaði fólks hér á landi virðist eitt hafa komið út úr öllum þessum bankahremmingum hér á landi. Það vitlausasta sem hver maður gerir hér á landi er að spara. Sparnaður fólks er að brenna upp í þessu töluðu orðum, annað hvort vegna þess að sparnaðurinn hefur verið inná peningasjóðum bankanna þar sem ég held að fólk fái til baka helming af því sem það setti þar inn. Annar sparnaður er að brenna á verðbólgubálinu sem kaumar þessa dagana, hversu stórt það bál er veit enginn því enginn veit hver staða krónunnar er þessa stundina.
Svo eru það lífeyrissjóðirnir okkar góðu, og allur sérlífeyrissparnaðurinn. Ég veit ekki hve oft hefur verið farið fögrum orðum um lífeyrissjóðakerfið okkar og hve útlendingar öfunduðu okkur af því og ég veit ekki hvað. Hvernig er staðan með þann sparnað landsmanna núna? Það er mjög óljóst og enginn sem getur gefið nein svör. Er lífeyrisparnaði landsmanna etv. bara best fyrir komið hjá hverjum og einum en ekki í einhverjum sjóðum? Þá geti fólk valið það að sofa með lífeyririnn undir koddanum sínum í stað þess að hann hverfi í bankaspilavíti dauðans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)