Færsluflokkur: Tónlist

Dans, dans, dans

 

Bob Fosse var snilldar dansari og danshöfundur.  Kona hans Gwen Verdon var líka rosalega góður dansari og mikill persónuleiki og performer á sviði.  Þeir sem sáu hana halda því fram að ekki hafi komið fram jafn góður Brodway - skemmtikraftur síðan hún hætti.  Gaman að sjá hana hve lipurlega hún syngur og dansar dans Bob Fosse um hana Lolu sem fær það sem hún vill. 


Náttúra

Ég fór með stákunum mínum tveimur á Náttúru tónleikana í gærkvöldi.  Við vorum staðsett dálítið ofarlega í brekkunni þegar þetta lag var spilað sem er komið á youtube en ég klappaði og klappaði.  Sonurinn benti móður sinn á það nokkrum sinnum að hún væri sú eina af fólkinu sem var nálægt okkur sem var í stuði í þessu lagi og væri að klappa í takt eins og reyndar sérstaklega var beðið um.  Held að það hafi verið smá misskilningur hjá honum það voru svona tveir aðrir í nálægð við okkur sem voru að klappa eins og ég.

Við færðum okkur síðan nær sviðinu og vorum komin á nokkuð góðan stað þegar Björk steig á sviðið.  Hún söng og söng þrátt fyrir að röddin væri ekki í lagi hjá henni, mér fannst hún ótrúlega kúl, hún bara lét vaða og var ekkert að spara sig þrátt fyrir að röddin svaraði ekki alltaf.  Hún er rosa flott hún Björk og einnig fannst mér tónlistarmennirnir sem voru með henni góðir.  En það fór að kólna eftir því sem á leið og Jóhann Hilmir var ekki alveg með sömu fílingu fyrir Náttúrutónleikunum og móðir hans þannig að við fórum aðeins áður en tónleikarnir voru búnir.  En það kom ekki að sök ég hélt síðan áfram að hlusta á tónleikanna hér heima í tölvunni.  Magnað fyrirbæri þetta internet.  Mér fannst Sigur Rós líka vera mjög góðir þarna í gær og þá ekki síst þetta lag sem er hér með.  Og svo Björk að maður tali ekki um lokalagið hjá henni Declare indipendence og nýja ákallið:  Náttúra, hærra, hærra. 


James Blunt

Þá er maður búinn að prófa að fara á tónleika í nýju Laugardalshöllinni ég fór á tónleika James Blunt í gærkvöldi.  Þetta voru fínir tónleikar hjá honum byrjuðu þó ekki fyrr en korter yfir átta en þá voru Íslendingarnir líka ennþá að mæta á staðinn.  James Blunt setti kraft í þetta og söng og söng og söng, prógramið var búið klukkan tíu og allir út.

Ég skemmti mér mjög vel, finnst lögin hans mörg vera mjög góð og svo er hann hörku söngvari og gaf ekkert eftir í gærkvöldi.  Það kom mér amk. dálítið á óvart hvað þessir tónleikar voru rokkaðir.  Eitt atriði var dálítið súrrelistískt, allt í einu stökk hann út í sal og sveif á nokkra áhorfendur og kyssti og kramdi.  Mér fannst frekar fyndið hvernig ég sjálf brást við þessum aðförum tónlistarmannsins ég hugsaði bara þegar hann kom þarna hlaupandi út í sal hvað er hann að gera maðurinn. ..

Lögin, flutningurinn og hann sjálfur fá hjá mér 10 í einkunn en aðstaðan einhvern veginn, salurinn og eitthvað í hljómnum eða mixinu eða ég veit ekki alveg  fá ekki alveg eins háa einkun þannig að heildareinkunn tónleikanna er 8 á mínum skala.  Hann var sífellt að fá fólkið í salnum til syngja með og ég tók eitthvað undir.  Mér fannst eitthvað fyndið við tilfæringar og hreyfingar hans á sviðinu hann var að klifra uppá hljómfærunum og hoppa eitthvað út og suður svolítið eins og Rúnar Júl í Húsafelli í eld gamla daga.  Ég hafði svo sem ekki yfirsýn yfir alla tónleikagesti en held að ég hafi séð tvær konur á mínum aldri.  Í lokin voru allir staðnir upp og bara fjör í laginu 1973 en það lag sem mér finnst hafa verið eftirminnilegast eftir tónleikana er lagið No bravery sem hann samdi held ég muni rétt að ég hafi lesið á netinu á tuttugu mínútum eða svo þegar hann sem hermaður var í Kosovo.  Fínt kvöld, flottur söngvari og góður lagasmiður.

No bravery

There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
Tears drying on their face.
He has been here.
Brothers lie in shallow graves.
Fathers lost without a trace.
A nation blind to their disgrace,
Since he's been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.

Houses burnt beyond repair.
The smell of death is in the air.
A woman weeping in despair says,
He has been here.
Tracer lighting up the sky.
It's another families' turn to die.
A child afraid to even cry out says,
He has been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.

There are children standing here,
Arms outstretched into the sky,
But no one asks the question why,
He has been here.
Old men kneel and accept their fate.
Wives and daughters cut and raped.
A generation drenched in hate.
Yes, he has been here.

And I see no bravery,
No bravery in your eyes anymore.
Only sadness.

 


og tónleikar

Ég ætla að skella mér á tónleikana með James Blunt á fimmtudagskvöldið.  Líst bara bærilega á kappann og tók þessa ákvörðun í gærdag fór inná Midi.is og skellti mér á miða.  Ég bauð Gunnari að koma með en hann hafði ekki áhuga þótt ég væri svo almennileg að bjóða honum.  Er þó að hugsa um að láta Gunnar skutla mér á staðinn og ná í mig aftur.  Ég og Elínborg Hulda fórum saman á ágætis tónleika með Sugababes hér um árið og við vorum fastar í bílaröð eftir tónleikana í amk. klukkutíma sem mér fannst og finnst algjör tímaeyðsla.  Finn einhverja góða lausn til að komast hjá því. 

Tónleikar, tónleikar og tónleikar.

Búin að kaupa miða á Bræðsluna, jess Borgarfjörður eystri hér kem ég með öllu mínu liði.  Ætlum að tjalda annað hvort á tjaldstæði eða í garðinum hjá Silla.  Algjör skyldumætin á Náttúru tónleikana í Laugardalnum 28. júní með Björk, Sigur Rós og Ólöfu Arnalds.  Fann þetta myndband með Ólöfu  Arnalds að flytja lagið Klara á Youtube í gær en finn textann því miður ekki á netinu.  Síðan er ég einnig að spá í að skella mér í Skálholt fimmtudaginn 10. júlí og hlusta þar aftur á Vespers eftir Rachmaninoff í flutningi Hljómeykis. 


Björk og Sigur Rós

 

Ég er spennt fyrir útitónleikunum sem þau ætla að halda saman ásamt fleirum í Reykjavík laugardaginn 28. júní nk.  Tónleikana halda þau til að vekja fólk til vitundar um umhverfismál á Íslandi og verða þeir einhversstaðar í Reykjavík klukkan eitthvað.   

Sumarið er komið hvað tímaplan og skipulag varðar, þær eru ekki margar sumarhelgarnar okkar Íslendinga.  Hér á þessum bæ eru þessar fáu helgar ásetnar með fyrirframáætlaðri dagskrá þannig að þegar slíkar alheimsstjörnur eins og Björk og Sigur Rós tilkynna með litlum fyrirvara um útikonsert á einni af þessum helgum þá fer allt í kerfi í kerfinu.  En hvað með það maður sleppir nú ekki svona tónlekum það er á hreinu.  Meðan tímasetning tónleikanna er ekki komin þá er ég ennþá í limbói með önnur plön þessa tilteknu helgi varðar.  Spurning líka hvaða uppsetning verður á tónleikunum hjá Björk, vona bara að hún áformi að hafa með sér þá flottu tónlistarmenn sem hafa verið með henni á tónleikaferðarlögunum undanfarið svo sem Wonder-Brass hópurinn.  Ég hef á tilfinningunni að þetta eigi nú allt eftir að koma í ljós fyrr en síðar.....

Oceania

One breath away from mother Oceanía your nimble feet make prints in my sands

You have done good for yourselves since you left my wet embrace  and crawled ashore

Every boy, is a snake is a lily every pearl is a lynx, is a girl

Sweet like harmony made into flesh

You dance by my side Children sublime

You show me continents I see the islands you count the centuries I blink my eyes

Hawks and sparrows race in my waters

Stingrays are floating across the sky

Little ones, my sons and my daughters

Your sweat is salty

I am why I am why I am why

Your sweat is salty I am why I am why I am why


Næturljóð úr Fjörðum

eftir Böðvar Guðmundsson hefur sótt á mig þessa dagana.  Um daginn var ég á ferð um hádegisbil og þá var Næturljóðið síðasta lag fyrir fréttir í frábærum flutningi söngkonunnar Kristínar Ólafsdóttur.  Maður er alveg hættur að heyra í henni en mikið rosalega er hún góð söngkona.  Svo einn morguninn um daginn kom Næturljóðið aftur í útvarpið snemmmorguns en þá var það hún Kristjana Arngrímsdóttir, frá Dalvík sem söng en mér finnst Kristjana líka frábær sönkona.  Ég er hrifin af góðum öltum og þessar tvær eru það svo sannalega.  Verst að ég hef ekkert tóndæmi til að setja hér inn en lagið er líka eftir Böðvar Guðmundsson.  Þetta er svona undurfallegt týpiskt íslenskt tregalag og ljóð.

Næturljóð úr Fjörðum

Yfir í Fjörðum allt er hljótt
Eyddur hver bær hver þekja fallin
Kroppar þar gras í grænni tótt
gimbill um ljósa sumarnótt
Háreistum fjöllum yfirskyggð
ein er þar huldufólksbyggð

Bátur í vör með brostna rá
bíður þar sinna endaloka
lagði hann forðum landi frá
leiðina til þín um vötnin blá
Aldrei mun honum ástin mín
áleiðis róið til þín

Fetar þar létt um fífusund
folaldið sem í vor var alið
aldrei ber það um óttustund
ástina mína á vinafund

Grær yfir leiði grær um stein
gröfin er týnd og kirkjan brotin
Grasrótin mjúka græn og hrein
grær yfir huldufólksins bein
grær yfir allt sem áður var
ástin mín hvílir nú þar


Rússnesku birnirnir unnu

þrátt fyrir að söngvarinn skriði um á gólfinu sem mér fannst sérkennileg sviðsframkoma eins og áður hefur komið fram.  Það lag fannst mér svona allt í lagi og það var mikið í það lagt hjá rússunum.  Mér fannst okkar fólk standa sig mjög vel, er samt ekki frá því að mér hafi líkað betur flutningurinn hjá þeim á fimmtudagskvöldið.  Ég var að vonast til þess að þau kæmust í topp tíu, fannst persónulega og prívat að þau ættu það alveg skilið en svona er evróvisíon.  Við getum bara verið stolt með fjórtánda sætið það er allavega margfalt betra en að komast ekki í aðalkeppnina.  

Norska lagið var mjög gott, sænska dívan var flottari í gær en á fimmtudaginn, danir og finnar ágætir, mér fannst vanta smá kraft í aðalsöngvarann í franska laginu en bakraddirnar þar voru svaka fínar.  Mér fannst stundum lýsingin og notkun á sjónvarpsvélunum vera skrítin í gær, t.d. voru þau í skugga á tímabili Friðrik Ómar og Regína sem mér fannst mjög slæmt.  Mér fannst vindvélin ofnotuð í gærkvöldi til dæmis í portúgalska laginu þar sem kjólarnir á konunum klessust alveg upp að þeim það fannst mér vandræðalegt og ljótt og draga athyglina frá flutningi lagsins.

Svona er þetta það verður allt að ganga upp lag og flutningur og sviðsframkoma, notkun  sjónvarpsvéla, lýsing og svo framvegis.  Mér fannst sumir söngvararnir í gærkvöldi vera í basli með að halda lagi sem mér finnst sérkennilegt með lög sem eru komin í úrslit í evróvisíon.  En þetta var bara gaman þótt að Evrópa hafi ekki verið samþykk mér með stöðu íslenska lagsins miðað við hin lögin því ég fer ekkert ofan af því að þau voru í topp tíu hjá mér.


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

Já þau komumst áfram í gær krakkarnir okkar í Eurobandinu.  Mér fannst þau mjög örugg í gærkvöldi og flutningurinn á laginu takast ágætlega.  Ég hafði sannast að segja búist við því að þau yrðu send heim, þetta hefur verið erfið fæðing hjá okkur Íslendingum að komast upp úr undanúrslitariðli Euróvisíonkeppninnar.

Ég sat ekki við sjónvarpið í gegnum alla keppnina í gær þannig að ég er get ekki sagt til um það hvernig allir keppendurnir stóðu sig, náði þó nokkrum lögum, fannst t.d. Charlotte Perelli betri í undanúrslitunum heima hjá sér í Globen í Svíþjóð en þarna.  Ég er ekki alveg að skilja sviðsframkomu hjá nokkrum flytjendum í keppninni í ár, eins og þetta að skríða í gólfinu eins og Rússinn á þriðjudaginn og í gærkvöldi fannst mér fullmikið um það að flytjendurnir væru að basla eitthvað að fara uppá kassa og box.  Mér finnst þetta klifur í miðjum lögum vera truflandi.  

Meðan á flutningi á síðari hluta keppninnar fór fram í gærkvöldi brunaði ég í bíl í gegnum Þingvöll og heim til Reykjavíkur en við hlustuðum á keppnina í útvarpinu á leiðinni.  Ég var því komin heim í stofu þegar úrslitin lágu fyrir og gat hoppað upp úr stólnum og klappað vel og lengi fyrir árangri Eurobandsins.  

Dúlla kvöldsins var Friðrik Ómar í tíufréttunum þar sem þau stóðu í hurðinni í rútunni hann og Rebekka og hann sagðist vera í sjöunda himni en ætlaði ekki að fara með neinn málshátt í þetta sinn.

 


Vespers, Rachmaninoff

Set hér inn sjötta hlutann af þessu frábæra verki, Vespers eftir Sergei Rachmaninoff þessi hluti er:

6 hluti:  Богородице Дево, радуйся - Rejoice, O Virgin  

Hér er þessi Maríuhylling flutt af rússneskum söngvurum og fundið af youtube.  Gunnar er búinn að kaupa miða handa okkur á tónleikana með Módettunni í Hallgrímskirkju á mánudaginn   - hlakka til, hlakka til. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband