Færsluflokkur: Tónlist
Magni og táningarnir
20.4.2008 | 08:11
Gærdagurinn var mikill tónlistardagur hjá mér og það sérstaka við daginn var að tónlistin var að miklu leiti flutt af táningum. Fyrst heyrði ég í unglingum úr Hagaskóla flytja lög úr uppfærslu þeirra á Bugsy Malone. Mér fannst þau standa sig prýðilega. Síðan brunuðum við í Hafnarfjörðinn að hlusta á afrakstur framhaldsskólakóramóts á tónleikum sem haldnir voru í Flensborgarskóla. Syninum leist nú ekkert á blikuna þegar við sáum tónleikaskrána en tónleikarnir byrjuðu klukkan hjálf fimm og samkvæmt dagskránni áttu þeir að standa til klukkan sjö. Það fannst Jóhanni Hilmi full mikið á sig lagt, þó hann vildi gjarnan hlusta á systur sína. Ég sagði við hann að við gætum alveg farið fyrr ef okkur leiddist mikið.
Til að gera langa sögu stutta þá leiddist okkur náttúrulega ekki neitt, mjög gaman á þessum tónleikum og mikil fjölbreytni og tónleikarnir stóðu samt til klukkan tíumínutur í sjö. En ég sem sérstakur Magna aðdáandi verð samt að segja að mér fannst rosalega gaman að því að hann kom þarna fram ásamt kór Fjölbrautaskóla Suðurlands en kórinn, ásamt hljómsveit og Magna eru að undirbúa Queen sýningu sem þau verða með í maí.
Lög þeirra Queen manna eru mjög flott og ekki heiglum hent að syngja lögin. En mér fannst flutningur laganna þriggja takast vel hjá kór, hljómsveit og Magna. Verður örugglega gaman að þessum fyrirhuguðu tónleikum þeirra í maí. Set hér inn eitt lagið sem þau voru með þarna.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir gullæðið
19.4.2008 | 09:50
Emmylou Harris, Dolly Parton og Linda Ronstadt þe. the Trio syngja hér á tónleikum hið frábæra lag Neil Youngs After the Gold Rush. Ég fann textann á netinu og ef maður fylgist með í laginu hjá Tríóinu þá er aðeins búið að breyta honum svona smá. Mér finnst þær allar frábærar söngkonur þessar þrjár sem eru hér saman komnar. Veit ekki hvort þær eru mikið að troða upp saman sem Tríóið en ég hefði ekkert á móti því að komast á tónleika með bara einhverri af þeim eða þeim öllum saman það væri náttúrulega toppur.
After the Gold Rush.
Well, I dreamed I saw the knights in armor coming, saying something about a queen.
There were peasants singing and drummers drumming and the archer split the tree.
There was a fanfare blowing to the sun that was floating on the breeze.
Look at mother nature on the run in the nineteen seventies.
I was lying in a burned out basement with the full moon in my eyes.
I was hoping for replacement when the sun burst thru the sky.
There was a band playing in my head and I felt like getting high.
I was thinking about what a Friend had said I was hoping it was a lie.
Well, I dreamed I saw the silver space ships flying in the yellow haze of the sun,
there were children crying and colors flying all around the chosen ones.
All in a dream, all in a dream the loading had begun.
They were flying mother nature's silver seed to a new home in the sun.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miða á tónlistarhátíðina Bræðsluna
18.4.2008 | 16:05
Damion Rice leikur í Bræðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sænska hetjan
16.3.2008 | 09:09
Ég tók mig til í gærkvöldi og fylgdist með sænsku lokakeppninni í evróvisione á sænska 1. Veislan var haldin í Globen í Stokkhólmi og mikið stuð á mannskapnum. Ég hafði hlustað á 5 lög sem komust í úrslit og eitt af þeim var lagið Hero með Charlotte Perrelli (áður Nilsson).
Svíarnir eru með mikið system varðandi val á sigurlaginu, bæði voru þeir með dómnefndir út um alla Svíþjóð sem gáfu lögunum stig. Lagið Hero var með flest stigin eftir þá yfirferð, en þá komu til skjalanna stig gefin af almúganum með símakosningu sem gaf hins vegar laginu Emty rooms flest stig en Hero næst flest stig þannig að það lag fer í keppnina í Serbíu. Ég var ekki alveg límd við skjáinn allan tímann sem keppnin fór fram og stigatalningin en mér fannst þetta vera spennandi keppni og skemmtilegra sjónvarpsefni en hefur verið nýtt hér á landi þar sem bara er talið niður niður 3-2-1 og byrja að kjósa og síðan eru bara þrjú umslög með niðurstöðum sem eru tilkynnt lýðnum. Væri hægt að gera meira úr þessu hér á landi finnst mér. Og jafnvel þótt Jói bróðir vinni hjá Símanum og reyni að telja mér trú um að þetta sé allt faglega og vel unnið þá spyr ég nú sjálfa mig stundum að því hvort það sé alveg örugglega rétt talið í símakosningunum. Talning atkvæða er dálítið mikið á bak við fjólublá tjöld fyrir minn smekk.
En hvað sem allri leynd varðandi símakosningar áhrærir hér á landi og í öðrum löndum þá vann hún Charlotte keppnina í gær en hún hefur verið með í norrænu panelen að dæma lögin í evróvision nokkrum sinnum og verið skemmtileg og fín þar amk. Og mér fannst hennar flutningur í gærkvöldi vera bestur af þeim sem ég sá, mjög örugg og flott söngkona. Og þar sem lagið er töluvert evróvisionformúlulegt þá er aldrei að vita nema þetta lag komist langt í keppninni. Nema sú ósk sé þessi týpískur evrópski evróvisione- nágrannakærleikur hjá mér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sé ekki eftir neinu
13.2.2008 | 18:44
Þá er maður búinn að sjá þessa mynd og vafra um netið í þekkingarleit um Edith Piaf. Ég vissi t.d. ekki að hún samdi textann við þetta lag - La vie en Rose. Þetta er upptaka frá árinu 1954 og er gaman að sjá viðbrögðin frá áheyrendum en hún hefur þá alveg í hendi sér. Það er nokkuð lærdómsríkt að skoða upptökurnar sem eru á Youtube með henni, þar sér maður hve henni fer aftur með aldrinum en hún lést aðeins 48 ára gömul en leit þá út fyrir að vera miklu eldri. Til dæmis er þarna upptaka frá árinu 1961 af henni syngja non, je ne regrette rien þar sem maður sér að það er ekki verið að ofgera í kvikmyndinni með útlitið á henni undir það síðasta. Mér finnst leikkonan sem leikur Edith í kvikmyndinni alveg rosalega góð en ein gömul vinkona Edith Piaf sagði um þann leik að henni hafi fundist eins og hún væri að horfa á Edith sjálfa.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn líður, trúðu mér
21.12.2007 | 11:59
taktu maður, vara á þér.
Heimurinn er sem hálagler
hugsaðu um hvað á eftir fer.
Svo sannalega rétt þessa dagana. Hlustaði á sunnudaginn á jólatónleika evrópskra sjónvarpsstöðva þ.e. hafði kveikt á útvarpinu allan daginn meðan ég var að bardúsa svona ýmislegt hér heima fyrir. Reyndar sat ég og hlustaði alveg á jólatónleikana héðan frá Íslandi, það voru þær í Graduale Nobilí kór Jóns Stefánssonar sem voru okkar framlag til jólatónleikana og mér fannst takast mjög vel hjá þeim. Einnig fannst mér samsetning tónleikanna hjá Jóni vera mjög góð. Það er í raun frábært þegar maður fer að spá í það þetta hjá útvarpinu að láta semja eitt jólalag á ári sem er frumflutt á jóladag. Ég hef yfirleitt hlustað eftir laginu þennan dag, fer svona eftir hvernig stendur á í eldhúsinu hvort það tekst og oft lætur nýja jólalagið einkennilega í eyrum við frumflutninginn verð að játa það. Það er náttúrulega vegna þess að sum tónlist verður að vinna á, tekur mann ekki alltaf í fyrsta kastinu. Það er allavega í mínu tilfelli oft með nýju tónlistina, mér finnst hún oft æðisleg eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum. En að jólalögunum útvarpsins þá er ljóst í mínum huga að þarna eru margar yndislegar perlur. Og spennandi að sjá hvað gerist um hver jól, hvort ný stjarna sé fædd eður ei.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Músík, músík, músík
2.12.2007 | 08:42
Fór á tónleika í gær með Kvennakór Reykjavíkur. Þær sungu meðal annars jólalagið Jólanótt sem er jólalag frá Salzburg. Ég hef sungið þetta lag með kórnum. Ég hef leitað að upptökum af því en finn þær ekki því miður en ég set ljóð Þorsteins Valdimarssonar hér inn. Þetta lag hefur með sama ómtíma og mínar hjartarætur því þær titra af stað um leið og það hefst.
Jólanótt
Sofi, sofi barn í dúni og blóm undir snjó
Hljótt sé og rótt á helgri nóttu, húmi bægi skíma frá rúmi
Sofi, sofi barn í dúni og blóm undir snjó.
Fagni fagni jörð þér, himinn og himinn þér jörð
Standi vindar og vötn á öndu. Veröld þér er frelsari borinn
Fagni fagni jörð þér, himinn og himinn þér jörð.
Vaki, vaki ljós í stjaka og stjörnur á skjá.
Ómi í draumi orðsins tíma eilífir söngvar heilagra jóla.
Vaki, vaki ljós í stjaka og stjörnur á skjá.
Svo er það Módettan í dag klukkan fimm og kór Kvennaskólans í Reykjavík í kvöld klukkan átta. Ég hlýt að verða bærilega undirbúin fyrir aðventuna með þessari músíseringu allri. Þetta sérhátíðarplan er sett saman af fjölskyldumeðlimum sem syngja í kórum og skipuleggja tónleikana með þessum hætti. Eða þannig.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Totus tuus - Górecki
8.9.2007 | 09:59
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pavarotti allur
7.9.2007 | 09:14
Þá er Pavarotti allur. Ég hitti hann aldrei blessaðan frekar en hún Diddú okkar sem hefur sungið með hinum tveimur tenórunum úr fræga tenóró-tríóinu.
Hins vegar er ég svo fræg að hafa hitt Dómíngó sjálfan live. Það var þannig að árið 1992 fórum við í heimsókn til kunningja okkar til Bayreuth í Þýskalandi. Keith Reed var þá að syngja í óperukórnum í óperuhúsinu í Bayreuth og smyglaði okkur inn í húsið á barnapössum sem börnin hans voru með. Mikið ævintýri. Þarna spásseruðum við um á meðal starfsmanna óperunnar, og fræga fólksins sem við þekktum ekkert og Keith varð að benda okkur sérstaklega á. Við smygluðum okkur inná upphitun hjá óperukórnum, sem var kominn í búning en kórinn er það allra flottasta hljóðfæri sem ég hef heyrt í, ég sat dolfallin í klukku allan upphitunina.
Allavega þar sem ég er þarna backstage þá geng ég í flasið á manni sem mér fannst ég eitthvað kannast við - og brosti til hans náttúrulega sem sönnum Íslendingi ekki ætlaði ég að móðga manninn skyldi þetta vera hann Jón á Leiru eða Siggi á Bakka. Maðurinn brosti til baka og spjallaði aðeins við dóttur mína sem var þarna með mér. Síðan er kallað á hann og þá fattaði ég að þetta var sjálfur Meistró Placidó Dómingó sem var næsta kvöld að syngja í óperunni Parsifal sem ég held að Wagner hafi samið aðeins til flutnings í Bayreuth. Við Dómíngó tókum nú ekki lagið saman þennan sumardag í fyrndinni í Þýskalandi en mér fannst maðurinn mjög alþýðlegur og sjarmerandi. Og minni og grennri en ég hélt úr sjónvarpi og myndum.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt fyrir ástina
23.7.2007 | 10:25
Allt fyrir ástina syngur Páll Óskar alltaf jafn bjartsýnn. Palli söng einu sinni með Kvennakór Reykjavíkur svokallað léttprógramm sem við vorum með í Austurbæjarbíó. Palli söng nokkur lög einn og síðan önnur með kórnum. Það var mjög gaman að vinna með Páli Óskari, hann er mjög góður skemmtikraftur að mínu mati. Tónleikarnir byrjuðu með þessu lagi Palli og hljómsveitin voru uppá sviðinu og kórinn kom inn meðan lagið var flutt. Palli alveg brilleraði í þessu lagi og átti síðan aðra mjög góða spretti á tónleikunum. Við fórum síðan með þessa tónleika til Vestmannaeyja og vorum með eina tónleika þar sem tókust mjög vel. Daginn eftir var Evróvision dagurinn þannig að Páll Óskar fór beint heim á Hótel eftir tónleikana til að hlaða batteríin fyrir sitt bráðum heimsfræga Nasa evróvision partý. Ekkert eftirtónleikaskrall hjá Palla sem var synd, ég hefði svo sannalega viljað skemmta mér með honum í Vestmannaeyjum en það var ekki á allt kosið, tímasetningin var svona. Allt fyrir ástina.
Tónlist | Breytt 30.12.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)