Þáskildagatíð

039_6643~Linda-Hamilton-PostersÉg hef komist að því að ég hef mjög gaman af svona framtíðartryllum.  Matrix myndirnar féllu mér vel í geð og einnig Teminator myndirnar, Star Wars myndirnar voru svo sem ágætar en ná þó ekki alveg þeim hæðum sem hinar framtíðar - teknó - tölvu - kvikmyndirnar.  Um daginn var verið að endursýna á einhverri norrænu sjónvarpstöðinni myndina 12 monkeys, sem er í þessum flokki hjá mér. 

Það er eitthvað heillandi við þá tilhugsun að hægt sé að flakka fram og til baka í tíma og breyta nútið og framtíð.  Oft verða úr þessu miklar endaleysur og pælingar sem tekst stundum ágætlega hjá þeim í Hollivúdd.  Því miður verður það þó oft svo þegar vel gengur með fyrstu myndirnar þá verða framhaldsmyndir númer þrjú, fjögur og fimm svo útvatnaðar að maður er löngu hættur að skilja upp né niður í söguþræði eða hvað gerðist yfirleitt í fyrri myndunum.  Þá er  búið er að flakka svo oft fram og tilbaka í tíma og rúmi að upp er komin einhverskonar þáskildagatíð sem enginn skilur neitt í.    

Það er dálitið spes pælingar oft í gangi hjá þeim í Hollivúdd um að tölvur og vélar ýmisskonar muni yfirtaka veröldina og maðurinn standi varnarlítill gagnvart því.  Nema náttúrulegar sá eini eini, frelsarinn sem mun bjarga heiminum eftir að hafa gengið í gegnum eld og brennistein.  Í fyrstu tveimur Terminatormyndunum sem mér finnst mjög góðar er reyndar hörkukelling, það er mamma framtíðarfrelsarans sem heitir í myndunum Sarah Connor og er leikin af kvikmyndaleikonunni Lindu Hamilton.  Ég leitaði af myndum af henni í þessu hlutverki og fann þá mynd sem hér er með á þessari bloggfærslu.  Hún er ekki beint Maríu meyjarleg á þessari mynd hún Sarah Connor með riffill og allar græjur en í myndinni eignast hún frelsara alheims með manni sem sendur er til þess verks úr framtíðinni.  Þetta er náttúrulega þvílík beintenging í meyjarfæðingu biblíunnar að það hálfa væri nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband