Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur

er lag sem hægt er að nota til að kenna krökkum nöfnin á vikudögunum.  Nú er framundan Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur .  Ég hef reynt að standa mína húsmóðurlegu plikt að ala upp afkvæmin í réttum hefðum og siðum sem tíðkast á þessum dögum. Si svona eins og að gera bollur, kaupa efni í fiskibollur og í hið árlega saltkjöt og baunir.  Börnin eru reyndar orðin það fullorðin að ég tel næsta víst að þau hafi ekki áhuga á að fara í Kringluna né á Laugarveginn til að syngja í búðunum á Öskudaginn fyrir nammi í poka. 

Ég verð þó að játa að ég hef ekki staðið mig í að halda úti öskupokahefðinni því ég hef ekki saumað öskupoka síðan í Borgarnesi í den.  Ekki það að þar stóð mamma mín sig vel því hún hjálpaði okkur krökkunum að gera öskupokana.  Mamma er flínk saumakona og gerði hún mjög fallega poka það er dálítið sérstakt hvað ég man það vel núna.  Það erfiðasta við að gera öskupoka var að beygja títiprjónana sem maður notaði til að festa pokana með, títiprjórnarnir áttu til að hrökkva í sundur.  Aldrei var sett nein aska í þessa poka, því hvar var ösku að fá?? Ekki voru nú grillin né arnarnir á heimilunum í Borgarnesi á þessum tíma ogseisei nei og hitað upp með olíukyndingu, ég held það nú.

Aðalstuðið var síðan að fara með öskupokaútgerðina út í Kaupfélagiog næla þeim svo lítið bar á  í fólk sem var þar á ferð, helst konur, þær voru yfirleitt það vel búnar í kápum sem gott var að næla í.   Síðan var voðalega gaman að fylgjast með fínu frúnum ganga um í Kaupfélaginu með pokana aftaná sér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband